DEAR MR CAMPBELL

Nýtt lookbook frá meistara Jeffrey Campbell var að detta í hús. Ég er alltaf jafn hrifin af lookbook-unum frá JC - skemmtilega stíliseruð og frekar grófur og grungy fílíngur í gangi.

Nöfnin á skónum eru merkt neðst í horninu á myndunum fyrir áhugasama.

Skemmtileg pæling að smella barbie hausum inn í hælinn á Icy skónum. Sjálf er ég hrifnust af Scully skónum enda gullfallegir og með uppáhalds haust trendinun mínu - ná hátt upp á ristina.

Ég er hinsvegar ekki búin að gera upp við mig hvað mér finnst um þennan grófa botn sem er einkennandi í gegnum lookbookið. Hann minnir mig hættulega mikið á Cheap Monday Monolit skóna sem voru allsráðandi sumarið 2011 hjá Solestruck og fleiri verslunum. Ég er því ekki alveg nógu sátt við þessa leið hjá mínum uppáhalds hönnuði - ég hefði viljað sjá örlítið meiri nýbreytni. Ég er orðin of góðu vön þar sem hann hefur stanslaust sent frá sér hvert meistaraverkið á fætur öðru síðustu 3 árin.

Fallegt lookbook engu að síður og verður gaman að sjá haustskóna detta inn eina af öðrum wink

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 04.09.13 kl. 13:22

Mí love O-QUINN!! Hefði aldeilis átt að nýta mér þennan kóða þarna á labor day wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.