CUSTOMER SERVICE

Bara til að undirstrika það hvað Solestruck starfsfólkið eru miklir snillingar:

 Ég lenti í veseni með pöntunina mína afþví ég var að greiða með íslensku kreditkorti en senda á heimilisfang í LA. Í dag var síðasti dagur útsölunnar hjá þeim og allt ætlaði um koll að keyra hjá þeim vegna pantanafjölda.  Ég sendi þeim facebook message þar sem ég lýsi veseninu mínu og býst við að fá svar svona... 4 dögum seinna með þessu týpíska ameríska "Please accept our apologies... since the sale is over there is nothing we can do, please join in during our next sales event" blablabla. Reyndar bjóst ég ekki við að fá svar yfir höfuð fyrst ég sendi þeim facebook message en ekki email.

En neinei, ég fæ svar eftir 8 mín: "Engar áhyggjur, við reddum þér. Sendu bara pöntunina svona inn og við lögum. Takk takk"

Ég elska Solestruck, það er bara þannig.

Læt hér fylgja með stefnu fyrirtækisins:

 

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.