COACHELLA COUNTDOWN - IT’S ON!

Þá er loksins komið að þessu eftir 11 mánaða bið, niðurtalningu og endalausa spennu.

Ég er hálf skjálfhent að skrifa þessa færslu - ég trúi einfaldlega ekki að þetta sé að fara að gerast!

Ég var að lenda frá Boston, sjúklega jetlagged og þreytt eftir mikla vinnutörn síðustu vikur. Þrátt fyrir að ég sé í skemmtilegustu vinnu í heimi þá verður ótrúlega ljúft að stíga upp í flugvélina á morgun og halda áleiðis til Kaliforníu í smá frí. Notabene - Á MORGUN!

Fyrsta stoppið verður í heimabæ ferðafélagans, Washington DC, þar sem dagarnir verða nýttir í afslöppun ásamt lokaundirbúningi fyrir hátíðina. Á fimmtudeginum fljúgum við svo yfir í USA heimabæinn minn þar sem við skálum við gamla vini áður en við keyrum yfir til Palm Springs, eldsnemma á föstudagsmorgninum.

Veðrið virðist ætla að leika við okkur og mér sýnist besta vinkona mín ætla að fylgja okkur alla leið til Coachella, þar sem hún ætlar að tjalda og sjá um að tana okkur aaaalla hátíðina wink 

Veðrið í DC þriðjudag og miðvikudag:

Veðrið í LA fimmtudag og föstudag:

Síðast en ekki síst, veðrið á Coachella:

Ég er í hamingjukasti - fíla sérstaklega "Chance of rain: 0%" ALLA dagana á Coachella. Þetta verður aðeins öðruvísi upplifun heldur en pollagallinn í Eyjum wink

Síðasti listamaður vikunnar áður en ég fer á hátíðina er aðili sem ég er hvað spenntust fyrir því að sjá LIVE og það er ástmaðurinn minn hann Pharrell Williams. Þetta er tónlistarmaður sem ég er búin að vera alvarlega skotin í síðan á unglingsárunum þegar hann gerði garðinn frægan með hljómsveitinni sinni N.E.R.D. Hann skaut aftur upp kollinum í fyrra þegar hann fór í samstarf með Daft Punk fyrir nýjustu plötuna þeirra ásamt Robyn Thicke fyrir umdeilda smellinn "Blurred Lines". Herra Williams gerði svo endanlega allt vitlaust  þegar hann gaf út smellinn Happy fyrir myndina "Despicable Me 2", nú á dögunum.

Pharrell hefur altlaf farið sínar eigin leiðir í klæðavali og oft mætt á Hollywood viðburði í skemmtilegum dressum í stíl við konuna sína. Hann hefur a.m.k.einu sinni hlotið titillinn "Best klæddasti maður heims" og nokkrum sinnum toppað lista yfir best klæddustu hip hop og RnB stjörnurnar. Hann toppaði swag skalann gjörsamlega þegar hann mætti í stuttbuxna-jakkafötum á síðustu Óskarsverðlaunaafhendingu.

   

  

Ég hlakka mikið til að sjá show-ið hans á hátíðinni, hvort sem um er að ræða fatnaðinn hans, hvort hann fái til sín einhverja óvænta leynigesti, hvort hann taki N.E.R.D/Daft Punkt/Robyn Thicke smelli þrátt fyrir að vera einn síns liðs og jafnframt hvernig show-ið hans verður sett upp. Hann hefur gefið út lög með ófáum tónlistarstjörnum og því ætla ég að spá því að það verði einn ef ekki tveir óvæntir gestir sem mæta með honum á svið. Íííísk - ég er svo spennt!

Hvort sem að Pharrell verður einn eða í góðra vina hópi þá er allavega nokkuð víst að hann muni taka lagið sem ég valdi sem seinasta Coachella lag vikunnar. Ég get ekki beðið eftir að heyra þetta lag LIVE:

 
Ég mun valhoppa klappandi upp í vél á morgun, sönglandi Happy fyrir alla viðstadda. Einum of sátt gella á leiðinni á sína fyrstu og LANGÞRÁÐU Coachella hátíð!
 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

It's finally happening. I'm leaving for Coachella TOMORROW. This is beyond surreal.

The last Coachella song of the week is by an artist which might just be my favorite from the lineup this year. Agla heart Pharrell Williams.

I can't even deal, I'm so excited!

---

inga skrifaði 07.04.14 kl. 12:45

Díííí hvað það verður sjúklega GAMAN HJÁ ÞÉR!!! Á eftir að sakna þín rosalega!!!!

---

Agla skrifaði 08.04.14 kl. 0:10

Sömuleiðis snúlla :* vildi að ég gæti smyglað þér með í töskuna!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.