COACHELLA COUNTDOWN - 8 WEEKS

2 mánuðir í herlegheitin og valið um listamann vikunnar vandast akkúrat ekki neitt þó að hátíðin nálgist óðfluga - dagskráin í ár er svo stútfull af flottu fólki að ég gæti valið Coachella listamenn út árið án vandræða.

Lorde er tónlistarmaður vikunnar með lagið sitt "Team" sem er búið að vera á repeat hjá mér síðustu daga. Fyrstu 40 sekúndurnar eru eitthvað svo mikil snilld - takturinn nær lengst inn að hjartarótum hjá mér. Lorde semur líka mjög krúttlega texta og fer sínar eigin leiðir í sviðsframkomu.

Ég fékk mjög sterka "stóru systur verndartilfinningu" eftir Grammy's hátíðina í ár, þegar þessi elska var gjörsamlega lögð í einelti á samskiptavefjum heimsins fyrir það eitt að vera öðruvísi. Lorde dansar ekki hálfber á sviði, setur söng framar kynþokka  og syngur af sinni einskæru innlifun þegar hún kemur fram. Er það virkilega tilefni til niðurrifs ? Eigum við ekki að fagna fjölbreytileikanum ? heart

 

Þetta lag er tileinkað vinnufélögunum mínum en ég hefði sennilega verið útskúfuð úr innsta hring ef Lorde hefði ekki fengið að vera ein af listamönnum vikunnar fram að hátíð. Fyrst eftir að Royals kom út var það á stöðugu repeat hér á skrifstofunni og átti m.a. stóran þátt í að koma okkur heilum frá rekstraráætlunargerð í fyrra yes

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

The Coachella artist of the week comes all the way from New-Zealand. I've played the song "Team" by Lorde continuously over the last few days and I'm just in love with it, especially the first 40 seconds.

Lorde has a way with the lyrics and keeps her listeners grounded while pointing out the beauty of imperfection, which is pretty good for a sixteen year old smile  The big sister in me woke up and got furious when she was buried alive in social media after the Grammy's this year, simply for being different. Lorde doesn't dance half-naked onstage, she focuses on singing instead of being sexy and pours her heart into performing which gives her a very unique stage performance. Shouldn't we embrace diversity ? I wish I could give her a big sister hug and make sure she doesn't mind the bullies.

No matter how many weird faces she'll make while performing, I simply can't wait for Lorde's performance at Coachella.  I suspect a very natural look with some black lipstick smile

---

Hildur Jónsd skrifaði 13.02.14 kl. 13:26

Jiiiiii er svo sammála… ELSKA BYRJUNINA!!! smile Hún er bara flott =)

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.