COACHELLA COUNTDOWN - 2 WEEKS

Klukkan er korter í Coachella!

Fékk flugmiðann í hendurnar í dag, LA BFF er búin að bóka bílaleigubílinn, ég er að leggja lokahendur á solid CD mix fyrir rúntinn okkar í gegnum Palm Springs eyðimörkina og svo notaði ég frítímann minn í Toronto til að grípa mér nokkur Coachella outfit í Urban og F21.

Umsjónarmenn Coachella facebook síðurnnar eru hreinlega að gera mig brjálaða úr spenningi en þau pósta hverri girnilegu myndinni á fætur annarri á facebook síðu hátíðarinnar. Verð hreinlega að deila með ykkur nokkrum:

"Nothing beats the combination of live music and the Coachella sunset"

   

"Put your hands up for palm trees" 

"At Coachella - we start 'em young"

Instagrammið mitt er sömuleiðis útatað í Coachella myndum en hátíðin er orðin að svo mikilli tískuhátíð að flestar netverslanirnar sem ég fylgi á Gramminu keppast við að pósta daglegum myndum með tilvísun í hátíðina. Hashtöggin #Coachella og #Coachellacountdown eru meðal þeirra heitustu þessa stundina þegar það eru einungis 2 vikur í þessa tónlistarveislu.

Hér eru nokkrar myndir sem hafa ratað inn á instagram newsfeedið mitt síðustu daga:

  

  

  

  

Ég skulda þrefalt band vikunnar og hér koma þau öll í röð - ég er búin að vera að geyma nokkur af þeim bestu þar til núna:

Band vikunnar - 4 vikur í Coachella

Fatboy Slim spilar á mjög þéttskipuðum laugardegi á Coachella hátíðinni. Þar sem hátíðin fer fram á 5 sviðum þá geri ég mér grein fyrir því að ég þurfi að færa þónokkrar fórnir á laugardeginum. Ég vona hinsvegar að Fatboy Slim þurfi ekki að lúta í lægra haldi (gerist ekki nema Pharrell, Empire of the Sun eða Foster the People séu að spila á sama tíma).

Það var frekar erfitt að velja eitthvað eitt lag með meistara Fatboy en ég ákvað að taka nostalgíuna á þetta og velja fyrsta lagið sem ég man eftir að hafa heyrt með FS:

 
Band vikunnar - 3 vikur í Coachella
 
Kanadíski elektró snillingurinn Tiga. (Nei, ekki rapparinn Tyga smile)
Það kom bara eitt lag til greina og það er lag sem við HR-ingarnir dönsuðum ósjaldan við hér á árum áður:
 
 

Band vikunnar - 2 vikur í Coachella

Elsku Calvin Harris sem gerði mér gríðarlega erfitt fyrir þegar kom að því að velja bara eitt lag til að pósta hér. Hinsvegar verð ég að vera blogginu samkvæm (þrátt fyrir að síðustu vikur hafi ekki verið sérlega skóvænar og hafi mestmegnis farið í niðurtalningu fyrir Coachella) og velja lagið sem hann samdi svo skemmtilega um mikilvægi skónna - "Ooohh I put on my shoes and I'm ready for the weekend":
 

 
Þetta styttist og styttist og styttist heart

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Do you know what time it is ? Well it's quarter to Coachella - that's what's up! The flight tickets are ready, the rental car has been booked, I'm almost finished with the CD mixes for the road trip and I managed to grab a few Coachella outfits at Urban O. and F21 during my stay in Toronto the other day.

The Coachella facebook is driving me crazy with all of the pictures they're posting - above is a little preview along with some pictures that are bombarding my instagram every day. Coachella seems to be on everybody's mind these days wink

I have 3 artists of the week overdue since I've been silent for 3 weeks now but here they are, all in good time wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.