COACHELLA COUNTDOWN - 11 WEEKS
Nú eru 11 vikur í Coachella og spennan magnast.
Lag vikunnar er ekki með einum heldur tveimur Coachella listamönnum en Kid Cudi og MGMT slá saman hæfileikum sínum í þessu flotta lagi, "Pursuit of Happyness". Bæði Kid Cudi og MGMT munu stíga á svið á laugardagskvöldinu og eru bæði atriðin mjög ofarlega á lista hjá mér, þrátt fyrir að MGMT sé örlítið ofar í forgangsröðinni.
Coachella fun facts:
- Hátíðin er haldin í Indio í Californiu fylki, í miðri Palm eyðimörkinni. Indio er í um 2ja klukkutíma akstursfjarlægð frá Los Angeles.
- Um 160.000 tónlistargestir sækja hátína á ári hverju (80.000 manns hvora helgi fyrir sig)
- Forsala miða fór fram í maí 2013 og seldust allir miðar upp á 3 dögum. Almenn miðasala hófst 10. jan sl. og seldist upp á innan við þremur tímum, enda talið að dagskrá hátíðarinnar sé ein sú besta hingað til.
- Hátíðin var fyrst haldin árið 1999 og hefur verið haldin á hverju ári síðan (að undanskildu árinu 2000).
- Í ár munu yfir 150 tónlistarmenn og hljómsveitir koma fram á hátíðinni.
- Árið 2012 voru tekjur af miðasölu Coachella um $47.000.000 og talið er að Indio borg hafi halað inn um $254.000.000 í tekjur vegna hátíðarinnar, sama ár.
---