COACHELLA COUNTDOWN - 1 WEEK

Það er rúm vika þar til ég stíg upp í flugvél áleiðis til Palm Springs í Californiu. 9 dagar!

Ég á aðeins tvær hljómsveitir/listamenn eftir á listanum mínum yfir band vikunnar og það kom ekkert annað til greina en að geyma það besta þar til síðast. Hljómsveit vikunnar er að koma saman á tónleikum í fyrsta skipti í 7 ár og eins og gefur að skilja er eftirvænting hjá aðdáendum mikil. Hljómsveitin er skipuð tveimur meisturum sem bæði rappa og syngja ásamt því að vera almennt álitnir miklir töffarar. Annar þeirra er reyndar (að mínu mati) einn af svölustu mönnum sem ég veit um.

Ég er að sjálfsögðu að tala um hljómsveitina Outkast og sá svali er André 3000. Gleymi því ekki þegar Ashton Kutcher var að reyna að æsa hann upp í Punked þáttunum góðu fyrir nokkrum árum - maðurinn er bara það svalur að hann lætur ekkert á sig fá.  

Það er úr nógu að taka þegar kemur að því að velja lög með Outkast en ég ákvað að velja eitt af mínum uppáhalds "ó-mainstream" lögum með sveitinni. Þrátt fyrir að þetta lag rati ekki inn á "Top Tracks" lista hjá þeim þá vonast ég samt til þess heyra þetta live, undir berum himni í Coachella eyðimörkinni í algjörri sæluvímu:

 
Þeir sem þekkja mig vel vita hvaða listamaður verður síðasti Coachella listamaður vikunnar næsta sunnudag - sá sem veit svarið fær sent eðal-snapchat þegar listamaðurinn stígur á svið á Coachella yes
 
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Only 9 days until I board the plane and head to Palm Springs!
 
The band of the week is reuniting to perform live at Coachella after 7 years of silence. They kickoff the festival with a headlining act on Friday night and will surely set the tone for the rest of the weekend. They are known for their endless list of hit songs, their ability to both rap&sing and just for being generally cool (they both just got it).
 
This is of course Outkast and the song I've picked is one of their non-mainstream song which is nontheless one of my favorite Outkast songs.
 
Also, next week marks the end of  the "Coachella bands of the week" as I get ready to leave for the festival. Those who know me, know that I have saved the best for last. Who will it be ? wink

---

Hildur Jónsd skrifaði 31.03.14 kl. 12:27

Pharrel Williams wink ??

---

Agla skrifaði 31.03.14 kl. 16:25

You got it wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.