COACHELLA 2014

Þá er það staðfest - ég er á leiðinni á mína fyrstu (og langþráðu) Coachella hátíð!

Ég og BFF frá LA erum komnar með miðana í hendurnar og getum farið að hefja tilhlökkunina. Ekki nema 10,5 mánuðir til stefnu yes

Fyrir þá sem ekki vita þá er Coachella stór tónlistarhátið sem er haldin rétt hjá Palm Springs, inni í Kaliforníu eyðimörkinni. Nokkurskonar þjóðhátíð í tíunda veldi. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1999 og er haldin að fyrirmynd gömlu góðu Woodstock hátíðarinnar. Line-upið í ár var ekki af verri endanum og mátti sjá nöfn eins og Hot Chip, Wu Tang Clan, XX, Red Hot Chili Peppers, Phoenix, Modest Mouse, La Roux, Franz Ferdinand, Fedde Le Grand og Eric Prydz að ógleymdum íslensku böndunum Of Monsters and Men og Sigur Rós. Dagskrá næstu hátíðar verður ekki birt fyrr en í janúar en ég hef litlar áhyggjur af því hvaða bönd mæta til leiks - nafnalistinn hefur ekki klikkað hingað til. 

Æj, það verður ansi ljúft að geta farið á "þjóðhátíð" og sleppt ullarpeysunni og stokkið frekar í gallastuttbuxur og hippalegan blúndubol. Svo skelli ég klárlega á mig blómakransi og John Lennon sólgleraugunum til að toppa Coachella lúkkið smile 

  

  

  

Þar sem Coachella hátíðin er svo einstaklega vel staðsett svona líka rétt hjá mekka kvikmyndaiðnaðarins þá hafa stjörnurnar heldur betur látið sjá sig á þessari hátíð, hver af annarri:

  

Kate Bosworth og Solange Knowles

  

Jessica Alba og Hilton erfinginn

  

Módelið Chanel Iman ásamt Katy Perry

Herra Wang

  

Diane Kruger & Joshua Jackson ásamt Julianne Hough í banastuði

  

Bella Thome og önnur af Kate Bosworth

  

PLL skvísurnar Ashley Benson og Troian Bellisario (Hanna og Spencer) ásamt Twilight parinu Kristin Stewart og Robert Pattinson

Eitthvað segir mér að instagram, snapchat og hvaða forrit sem verður komið í apríl 2014 verði ofnotað yfir Coachella helgina! 

 

---

Svana skrifaði 27.05.13 kl. 10:31

NÆS!!!!!!!!!!!!!!:)

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.