CHEAP MONDAY

Sænska fyrirtækið Cheap Monday var stofnað árið 2000 af þeim Örjan Anderson og Adam Friberg. Cheap Monday er sennilega þekktast fyrir gallabuxurnar sínar en hefur tvímælalaust teygt anga sína í fleiri áttir á síðustu árum. Til að mynda hóf fyrirtækið að selja skó í lok árs 2011 og var ég ein af þeim spenntu sem beið eftir því hvernig fyrstu skór sænska gallabuxnarisans myndu líta út.

Og þá kynntist ég Monolit skónum:

    

Skemmtilegir og hæfilega grófir skór sem féllu vel í kramið hjá skóunnendum. Ég lenti því miður í því að vera á milli númera, eins og gerist svo oft hjá mér með evrópska framleiðendur sem framleiða ekki í hálfum númerum. Því hef ég enga reynslu af CM skóm en er mjög forvitin að vita hvort þeir séu þægilegir og auðveldir að ganga á.

Ég var að skoða sumarlínuna þeirra og leist mjög vel á skóúrvalið. Skemmtilega grófir og þykkir hælar, támjótt, metal litir, svarthvítt og há hælastykki.

    

    

Solestruck er með ágætis úrval af Cheap Monday skóm fyrir áhugasama - þar er líka hægt að fyrirfram panta skó úr sumarlínunni. Hér er brot af úrvalinu:

    

    

    

Njótið helgarinnar! 

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 1:45

Mér finnst háu Monolit skórnir ferlega flottir

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.