CHARLOTTE OLYMPIA

Charlotte Olympia Dellal er 32 ára skóhönnuður sem er af brasilískum ættum, fædd í Suður-Afríku en hefur alla tíð búið í London. Hún hefur hannað fallega og vandaða skó undir merkinu "Charlotte Olympia" frá árinu 2008 sem hafa svo sannarlega komið henni á kortið sem virtum skóhönnuði. Charlotte rekur verslanir í London og New York og hefur hlotið hylli ýmissa stjarna, til að mynda Beyoncé, Blake Lively, Olivia Palermo, Sarah Jessica Parker, Cheryl Cole og Alexa Chung.

  

  

  

Þess má geta að Blue Ivy er líka í Charlotte Olympia skóm hér að ofan wink

Nýjasta línan frá Charlotte er svona líka skemmtileg en hún hefur hannað flatbotna skó ásamt handtösku fyrir sérhvert stjörnumerki. Með skónum fylgir lítil sæt bók um stjörnumerkin ef kaupendur vilja fræðast nánar um sitt merki.

 

Charlotte sækir innblástur í glamúrinn og fágunina í gömlu Hollywood frá árunum 1930-1950 og notar til að mynda mikið gull-litaðan í hönnun sinni. 

"I like that era, it got that nostalgic feel to it. The accessories were so much more fun and had a certain humour to them.  They were more a part of the outfit and the look.When you look back to previous decades, like the fourties, fifties, thirties, they’d wear a fantastic hat, a funny little bag like the poodle bag for example. They had stockings to match their shoes. It was so much accessories-oriented, more fun. I love hats, I love shoes, I collect them. That’s why I like it so much."

Skemmtilegur hönnuður sem vert er að fylgjast með!

 

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.