CALIFORNIA ENDLESS LOVIN

Þá er ég enn og aftur stödd á Keflavíkurflugvelli, tilbúin að stinga af á vit ævintýranna. Upplifun mín af flugvallarhangsi gjörbreyttist eftir að ég fór að sækja Saga Lounge-inn fyrir brottför í Leifsstöð (það gerðist þegar ég ákvað að taka enn eitt skrefið í átt að því að verða fullorðin og fá mér alvöru visakort). Þetta er það besta sem ég veit fyrir langt flug - afslöppun í hæsta gæðaflokki með góðum mat, drykkjum og þægilegum legubekkjum yes

Einn af kostunum við að færa sig úr skólalífinu yfir á vinnumarkaðinn er heill mánuður í sumarfrí. Ég ætla að taka mér góðan rúnt um Bandaríkin og byrja á því að heimsækja USC vin minn í elsku bestu San Francisco. Því næst er förinni heitið "heim" til LA þar sem ég og vinkona mín ætlum að lifa ansi ljúfu lífi í tæpar 3 vikur. Ferðinni lýkur svo í New York með elsku bestu frænku og öðrum skólafélaga úr USC. Not too shabby smile

  

Vegna anna í vinnunni hefur bloggið setið á hakanum undanfarnar vikur - leiðinlegt því ég er með svo mörg blogg í kollinum en vantar bara fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Vonandi næ ég að raða þeim inn meðan ég sóla mig á sundlaugarbakkanum. 

Verð virk virkari virkust á instagram - @aglaf

---

Vala skrifaði 01.07.13 kl. 11:57

Miss you already!! Skemmtu þér sjúklega vel i LA.. Bið innilega að heilsa wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.