BRING ME TO HELL

Vinsældir JC Lita skóna hafa vart farið fram hjá neinum eins og áður hefur verið rætt um hér á ShoeJungle. Í hverjum einasta stúlknavinahóp leynist a.m.k. eitt Lita par (hvort sem um er að ræða original útgáfu frá JC eða eftirlíkingu).

Í byrjun árs 2012 fór svo að bera á stærri, trylltari og fríkaðri útgáfu af Lita skónum sem reyndust koma frá svo til nýju og óþekktu merki að nafni UNIF. Fyrrverandi  Hollywood plötusnúðurinn Eric Espinoza og tískubloggarinn Christine Lai eru fólkið á bakvið UNIF og hanna þau bæði fatnað og skó undir merkjum þess. Þau sækja sér innblástur í tónlist og menningu og það er skemmtilega drungalegur  „grunge“ fílíngur yfir vörunum þeirra.

  

  

Það sem kom UNIF einna mest á kortið eru klárlega skórnir sem um ræðir hér - UNIF Hellbound. Skórnir taka Lita skóna skrefinu lengra með hærri hæl, þremur settum af reimum til að auka notkunargildið og grófara lúkki. Heitar umræður spruttu víða upp á tískubloggum þar sem tískuspekúlantar báru saman Lita og Hellbound skóna í smáatriðum og skiptust í fylkingar með hvoru merkinu fyrir sig. Dyggir aðdáendur JC vildu meina að UNIF skórnir færu yfir velsæmismörk og væru of háir og fríkaðir. Stuðningsmenn UNIF staðhæfðu hinsvegar að UNIF hefðu valtað yfir JC með þessum skemmtilega viðsnúningi á Lita æðinu og að JC menn gætu allt eins pakkað saman. Enn aðrir fögnuðu komu UNIF og vildu meina að Lita og Hellbound væru það ólíkir að það væri vel hægt að eiga þá báða. Skemmtilegt allt saman smile

Hönnuðir Jeffrey Campbell sýndu þó fljótt að þeir eru ekki fæddir í gær. Ný og endurbætt útgáfa af Lita skónum leit dagsins ljós fljótlega eftir innrásina frá UNIF og JC Big Lita hlammaði sér inn í allar helstu netverslanir skóunnenda. Skórnir eru augljóslega litaðir af UNIF straumunum en halda samt fáguðu heildarútliti og klassískum stíl.

  

Mér hefur langað í UNIF Hellbound frá því í byrjun árs en bældi alltaf löngunina niður því mér fannst þeir of líkir Lita ásamt því að ég hélt að ég yrði komin með leið á ofurháum platform hælum þegar líða tæki á árið 2012. Aftur á móti langar mig meira og meira í þessa skó eftir því sem líður á árið og er því orðin viss um það að ég tilheyri minnihlutahópnum sem elskar bæði Lita og Hellbound. Ég held ég taki þá endanlegu ákvörðun um að grípa þessa með mér frá Boston í næsta mánuði – og verð þ.a.l. hærri en maðurinn minn þegar í skóna er komið yes

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.