BRANDY & MELVILLE

Ég elska að uppgötva nýjar verslanir þegar ég er á faraldsfæti.

Ég elti vinkonur mínar inn í ótrúlega skemmtilega búð sem heitir Brandy & Melville og er staðsett á Santa Monica 3rd Street Prominade. Við stöllur vorum í mjög "beachy fílíng" - í strandarkjólunum yfir bikiníin og með sandinn í hárinu eftir langan dag á Malibu beach. Það fyndna við þetta var að við pössuðum bara nokkuð vel inn í stemninguna í búðinni sem er einmitt með frekar "messy" uppstillingar og beachy þema.

  

The store name Brandy & Melville was inspired by two people in love. (Brandy) was this American girl, and Melville was this English guy. They fell in love in Rome. … It was a cute love story.”

Þessi verslun er ættuð frá Ítalíu og eru allar vörur hannaðar og framleiddar þar í landi. Verslunin hefur dreift sér mjög hratt á síðustu árum og geta kaupglaðir Íslendingar t.d. fundið hana á Broadway í New York, á Newbury verslunargötunni í Boston og á Kings Road í London. Búðin er meira að segja að opna í Stokkhólmi núna í sumar! Eitthvað segir mér nú að búðin muni breiða enn frekar úr sér á Skandinavíkuskaganum á næstu árum wink

Þær skvísur sem fíla Urban Outfitters og American Apparel ættu ekki að vera sviknar af vörunum í þessari búð en ég myndi staðsetja stílinn einhversstaðar á milli þessara tveggja verslana. Fílíngurinn er frekar hippa/rokkaralegur en samt sem áður hægt að finna mjög klassískar flíkur. Verðið er alls ekki svo slæmt en ég myndi segja að verðlagið sé að meðaltali lægra heldur en í UO og AA.

Fyrir utan það að vera með flott föt þá eru þau líka með mjög skemmtilega aukahluti eins og töskur, skartgripi, iphone hulstur að ógleymdu mínu uppáhaldi - skiltunum. Gretchen úr Mean Girls poppaði öskrandi upp í hugann á mér þegar ég rakst á Iphone hlustur með áletruninni "YOU CAN'T SIT WITH US" og ég átti bágt með mig að grípa það ekki með mér ásamt 3-4 skemmtilegum skiltum. 

Mæli með að þið heimsækið þessa búð ef þið heimsækið þessar borgir einhverntímann í náinni framtíð!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 15.08.13 kl. 9:20

Búðin hljómar mjög spennandi. Það er líka nokkuð heillandi að verðið sé lægra en í UO smile

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.