BOSTON LOVE

Evrópa og Bandaríkin hafa svo sannarlega sameinað krafta sína í yndislegu Boston. Borgin státar af sjarmanum frá Evrópu ásamt öllu því sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða - þar fer gott verðlag fremst í flokki. Hvað getur maður beðið um meira ? 

      

  

Ég rakst á tvær mjög athyglisverðar og skemmtilegar búðir þegar ég rölti Newbury verslunargötuna í kvöldsólinni.

Sú fyrsta heitir 433 og hefur að geyma samansafn af hinum ýmsu skemmtilegu merkjum. Af skómerkjum ber að nefna Chinese Laundry, Steve Madden,  Jessica Simpson ofl. Þessi verslun er ekki sú ódýrasta en þarna eru líka aðeins vandaðri og öðruvísi flíkur fyrir þá sem vilja ekki eiga sömu HM peysuna og annar hver Íslendingur wink Ég gat ekki farið tómhent úr 433 og fjárfesti í stórri og góðri ullarkápu fyrir veturinn ásamt mjög öðruvísi og skemmtilegum leðurjakka.

  

  

Kápan er frá BB Dakota - merki sem ég hef ekki rekist á áður en lofar mjög góðu.

Hin búðin er lítil skóverslun í kjallara íbúðarhúsnæðis á Newbury - John Fluevog. Þetta er mjög lítil og krúttleg búð með óvenjulega skó í anda Jeffrey Campbell. Verslunin leggur mikið upp úr gæðum og vinalegri þjónustu og þarna var að finna margar gersemar. Ég mun klárlega fylgjast með þessu merki í framtíðinni.

Ég mæli með þessum tveimur verslunum ef þið eruð á leiðinni til Boston og viljið sjá eitthvað annað en þetta vanalega (F21, Urban, HM, American Apparel). Ég gerði engu að síður góð kaup í öllum framangreindum verslunum - búðarráp í Bandaríkjunum stendur alltaf fyrir sínu.

---

Ýr skrifaði 21.09.12 kl. 17:13

Vá hvað þetta er sjúklega flott…...

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.