BOOTS

Fyrsti vetrardagur mætir á klakann eftir einungis 4 daga. Skv. kuldaskræfunni mér er veturinn reyndar löngu löngu kominn með sínu næturfrosti og dimmu kvöldum. Því er kominn tími til að hætta í afneitun og þar með hætta að skoða eingöngu háhælaða sumarskó. Stígvél - já takk!

F21 eru alltaf með góðar og ódýrar lausnir og þar sem þeir eru með svo hratt turnover á vörunum sínum eru þeir oftar en ekki með nýjustu trendin alveg á hreinu:

   

   

   

Bakers Shoes eru u.þ.b. einum klassa ofar hvað varðar gæði en þeir bjóða líka upp á ýmis skemmtileg merki eins og Wild Pair, Jessica Simpson og H by Halston.

   

   

  

Ég er ekki viss um að ég muni taka gömlu góðu kúrekastígvélin aftur í sátt fyrir þennan vetur þrátt fyrir að þau rauðglói á mörgum trendmælum. 

Ef maður slysast svo inn á Solestruck þá er maður komin nálægt toppinum á gæðaskalanum. Gæðin endurspeglast líka í hærra verði og því stendur valið oft á tíðum á milli 2-3 para af  F21 skóm eða vel völdu pari af Solestruck. Það versta við það er að valið er lang erfiðast þegar að á Solestruck síðuna er komið wink

   

   

   

   

Þá er bara að hefja verslunarleiðangurinn!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.