BEST OF BLACK FRIDAY SHOPPING

Ég gjörsamlega missti mig í bandarísku netverslununum um helgina. Black Friday var aldeilis svartur fyrir veskið mitt smile

Hér má sjá brot af afrakstrinum:

  

Ég gat ekki valið milli þessara tveggja para frá Messeca og lét því "bæði betra" mottóið stjórna kaupunum í þetta skiptið.

  

Jóla og áramótakjólarnir eru báðir komnir í höfn - blúndur annarsvegar og pallíettur hinsvegar. Sniðið á blúndukjólnum er gjörramlega fullkomið - hann fæst HÉR

   

Nýjasta fegurðin frá Jeffrey fékk einnig að bætast í safnið.

  

Valdi mér eina hælaskó frá Michael Antonio sem kann aldeilis að hanna flotta hæla.

  

Fallegir T-strap skór frá Asos. Þetta trend verður heitt út veturinn.

Ég held ég láti þetta gott heita í bili svo fólk haldi ekki að ég hafi gjörsamlega misst mig (sem ég gerði). Þið getið reyndar tékkað á enn einni JC gerseminni sem ég keypti undir Vikunnar. Sýni ykkur annars meira næst smile

Minni á að það eru einhverjar verslanir ennþá með afslætti í gangi, mæli með að skoða verslanirnar sem koma fram í blogginu hér fyrir neðan.

 

---

Hildur J skrifaði 27.11.12 kl. 23:40

JÁ SÆLL:... smile like it a lot

---

Thelma Rún skrifaði 27.11.12 kl. 23:41

Græni blúndukjóllin er himneskur! Ég fæ illt í veskið;)

---

Agla skrifaði 28.11.12 kl. 9:49

Ohh já ég er svo glöð með þetta allesamen, hlakka til að máta græna wink

Ég bara eeelska að versla á netinu! Geta legið upp í sófa og virt hverja flík vel og vandlega fyrir sér í staðinn fyrir að vera í stressinu inni í búðinni og vera að fara á taugum yfir því að vera komin með allt of margar flíkur upp á arminn smile Það er miklu þægilegra að máta allt saman í rólegheitum heima og skila svo því sem skila þarf… love it!

---

Svana skrifaði 28.11.12 kl. 14:38

Skór númer 1,3 og 4 eru SVO MIKIÐ ÉG… ómægod afhverju kíkti ég ekki á þessar síður… Var áður en ég fór til NY komin með par 3 í “körfuna” en hætti svo við...

---

Sunna skrifaði 28.11.12 kl. 17:38

Nýju JC eru ótrúlega flottir

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.