BAROKK

Tískuunnendur hefðu sennilega ekkert á móti því að skreppa aftur til barokk tímabilsins sem stóð yfir á árunum 1600-1750. Tímabil mikilla skreytinga og hvers kyns dúllerís hvert sem litið var hvort sem það var fatnaður, byggingar, listaverk eða hárgreiðslur. Það eitt að líta inn í kirkjur frá barokk tímanum er eins og að líta inn í ævintýraheim - fallegar gyllingar og flæðandi blómamunstur í öllum hornum og hvert einasta smáatriði vel úthugsað.

Það er því mjög skemmtilegt að sjá þessi fallegu barokk munstur víða í haust tískunni.

    

        

Jessica Biel er klædd barokk stíl frá toppi til táar að hætti Dolce & Gabbana í myndatöku fyrir breska In Style blaðið.

        

Barokk tískan skilur skóna að sjálfsögðu ekki útundan og hér að neðan eru til að mynda skór úr smiðju Jeffrey Campbell, Alexander McQueen, Dolce & Gabbana ofl:

          

        

Ætli Bach hafi samið sinfoníurnar sínar í skóm svipuðum og silfurlituðu McQueen skónum hér að ofan ? Ég er viss um að ég gæti dregið eins og eina sinfóníu fram úr erminni ef ég kæmi höndunum yfir svipaða skó - hvílík fegurð.

 

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.