BACK TO BUSINESS

Ég svíf ennþá á bleiku skýi eftir yndislega mánuðinn minn í LALA-LAndi heart

Fólk annaðhvort hatar eða elskar þessa borg. Ég féll í seinni flokkinn um leið og lenti á LAX í fyrsta skipti, haustið 2010.

   

Það var jafnframt yndislegt að byrja og enda ferðina hjá vinum og ættingjum í San Fran og New York. Þessar þrjár borgir eru eins ólíkar og þær eru skemmtilegar - allar þrjár í miklu uppáhaldi hjá mér.

Ég held stundum að ég hafi fæðst í vitlausum heimshluta - ég er svo mikið stórborgarbarn í mér. Móðir mín kær kom með þá kenningu að það væri vegna þess að ég ólst upp að hluta til í stórborginni París. Þessar mömmur vita oft meira en maður heldur - eflaust mikið til í þessu hjá henni.

Núna eru hinsvegar alls kyns verkefni á teikniborðinu - bæði vinnutengd og óvinnutengd. Ég ætla að hella mér í þessi óvinnutengdu núna strax fyrst að það er formlega búið að hringja inn hjá okkur helgarfríið.

Stay tuned!

---

SigrúnVíkings skrifaði 28.07.13 kl. 19:09

Welcome back to reality! Það er æði að vera á ferðalagi, en samt alltaf svo notalegt að koma heim aftur smile

---

Agla skrifaði 28.07.13 kl. 20:01

Takk sæta mín - ég vil svo fara að fá þig á klakann wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.