AWARD’S SEASON

Nú fer í hönd skemmtilegur tími fyrir kvikmynda- og sjónvarpsáhorfendur jafnt sem tískuunnendur. Uppskeruhátíðir kvikmyndabransans ásamt tilheyrandi partýjum, kjólapælingum og tískuveislum. Í L.A. landi eru janúar, febrúar og mars mánuðir kallaðir "Award's season".

Í fyrradag hófust herlegheitin með einni af mínum uppáhalds verðlaunahátíðum - People's Choice Awards. Á þessari hátíð er fólk úr tónlistar og kvikmyndabransanum heiðrað, alfarið samkvæmt kosningu almennings á netinu en það er nákvæmlega það sem mér finnst svo frábært. Það er fólkið sem kaupir geisladiskana, miðana á tónleikana, DVD diskana og bíómiðana. Og því á fólkið að fá að ráða hver fær verðlaunin!

Hunger Games myndin var að vonum sigursæl á verðlaunahátíðinni og hlaut 5 verðlaun. Einnig fóru t.d. Katy Perry, Jennifer Aniston og Adam Sandler heim með verðlaun í farteskinu.

En ef við snúum okkur að aðalatriðinu - kjólaúrvali kvöldsins - þá voru stjörnurnar margar hverjar litaðar af tilvonandi trendum í sumartískunni fyrir árið 2013.

GLIMMER OG GLAMÚR:

 

 

Pallíettuæðið ætlar engan endi að taka og sást það glöggt á klæðnaði stjarnanna á hátíðinni í fyrrakvöld. Hér má sjá þær Julianne Hough, Rumer Willis, Naomi Watts og Hunger Games stjörnuna Jennifer Lawrence baða sig í glamúrdýrðinni. Mér finnst Naomi Watts bera af en tískuspekúlantar voru margir hverjir hrifnastir af Jennifer sem klæddist kjól frá Valentino ásamt Nicholas Kirkwood hælum.

BLACK AND WHITE:

 

 

Það er engin spurning að svört og hvít litasamsetning mun koma sterk inn í sumar, hvort sem það er í skemmtilegri litagrafík eða einfaldlega að para saman svartar og hvítar flíkur. Hér má sjá þær Olivia Munn, Ellen Pompeo, Mae Whitman og Taylor Swift skarta þessu skemmtilega trendi. Mér finnst þær allar saman verulega smart en verð að krýna Ellen Pompeo sem svarthvíta drottningu kvöldsins. 

COLORS & SHEER:

 

  

Litadýrð vill oftar en ekki einkenna sumartískuna og í sumar verður það í bland við gegnsæ efni. Þær Chloe Grace Moretz, Leah Michelle, Kaley Cuoco (kynnir kvöldsins) og Brittany Snow tóku allar þátt í þessari skemmtilegu blöndu af litagleði og gegnsæju. Brittany Snow er jafnframt mín uppáhalds úr þessum hópi þrátt fyrir að skórnir hennar Chloe séu gjörsamlega to-die-for wink

Næst á dagskrá eru svo Golden Globe verðlaunin á sunnudaginn en þá mun ég sitja límd við skjáinn á meðan að stjörnurnar streyma að í fínu kjólunum sínum.

STAY TUNED!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.