ÁRAMÓT

Í kvöld fögnum við árlegum tímamótum í faðmi fjölskyldu og vina. 

Ég og minn erum í fyrsta skipti stödd á Akureyri yfir áramótin - á bólakafi í snjó en umvafin hlýju og dýrindis mat hjá bestu mömmunni minni. Eftir sprengjubrjálæðið með litlu bræðrunum verður eflaust troðið í sig nammi og spilað, hlegið og huggað sig fram á rauða nótt.

Dress kvöldsins samanstendur af gullfallegum pallíettukjól frá F21 og himinháum hælum frá Michael Antonio. Er ekki alltaf glamúr þema á gamlárs ? wink

  

Árið 2012 var heldur betur viðburðarríkt á mínum bæ. Eftir að hafa lokið mastersnámi í verkfræði í borg englanna fluttum við Kanarnir aftur heim í frostið á fróninu góða. Ég fékk það svona líka í bakið að hafa talað íslensku veðráttuna upp við amerísku vinina en við bjuggum í snjóskafli fyrstu þrjá mánuðina okkar á Íslandi. Ég sem hafði sagði við alla að það snjóaði nær aldrei á Íslandi - "Seriously, Iceland is the green one and it's really not that cold over there".

Á miðju ári fékk ég svo tækifæri til að stökkva í spennandi starf í einum skemmtilegasta iðnaði sem ég veit um og ég er ekkert lítið glöð að hafa stokkið til. Ekki má svo gleyma því að ég fékk að deila skóbrjálæðinu mínu með ykkur frá 1. september síðastliðnum. Að lokum fékk ég að kíkja út fyrir landsteinana oftar en einu sinni á árinu og málaði Köben rauða í góðra vina hópi, kíkti reyndar ekki í rauða hverfið á meðan að Amsterdam dvölinni stóð en leyfði peningaveskinu að sjá rautt í Boston og Denver.

Ég er viss um að árið 2013 mun færa mér einhver enn frekari tækifæri og áskoranir og ég ætla að leyfa mér að sigla súper jákvæð og glöð inn í nýtt ár - GLEÐILEGT ÁR ELSKU BESTU LESENDUR!

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 05.02.13 kl. 2:06

Kjólinn er mjöööög fallegur.. það er svo gamlárs eitthvað að vera í glimmeri eða pallíettum wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.