ANDREIA CHAVES

Brasilíski skóhönnuðurinn Andreia Chavez fangaði athygli fjölmiðla víðsvegar um heiminn áður en hún útskrifaðist frá Polimoda Fashion Institue á Ítalíu árið 2010.

Andreia notar einstaka nálgun við skóhönnunina en hún notfærir sér óhefðbundin efni, mismunandi lögun, sjónhverfingar og stærðfræði ásamt nýjustu tækni við að skapa listaverk úr hverju skópari sem hún sendir frá sér.

  

„InvisibleShoe“ línunni var ýtt úr vör á tískuvikunni í New York í febrúar 2011 og hlaut mikið umtal í skó og tískuheiminum. Skórnir eru búnir til úr mörgum speglum sem gera eigandanum kleift að gera umhverfið að þátttakanda í heildarlúkkinu. Þar sem speglarnir á skónum gera þá að hálfgerðu kamelljóni falla þeir á skemmtilegan hátt inn í umhverfið og skapa skemmtilega sýn við hvert skref sem tekið er.

  

  

Andreia: „I am excited about the potential of what can be brought to footwear design as well as the cross-fertilization between the worlds of fashion, art, architecture and industrial design".

  

Mínir uppáhalds skór frá Andreiu kallast "NakedShoe". Þessir skór eru í raun speglalaus útgáfa af "InvisibleShoe". 

 

InvisibleShoe og NakedShoe fást á Solestruck en eins og við má búast kosta þeir nokkra hundrað þúsund kalla.

Ég hlakka mikið til að fylgjast með Andreia Chaves í framtíðinni - skóhönnuður sem notfærir sér verkfræðilega hugsun við innblástur og hönnun er svo sannarlega eitthvað fyrir mig.

 

---

Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 04.09.12 kl. 10:25

Finnst speglaskórnir aðeins of fallegir!!

---

Sunna skrifaði 05.09.12 kl. 22:28

Hef sjaldan séð eins magnaða skó og INVISIBLE SHOES!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.