ALL ABOUT MULES

Ég svíf enn um á bleiku Coachella skýi. Þrátt fyrir margra mánaða eftirvæntingu náði hátíðin að toppa allar mínar væntingar og vel það. Ferðasagan birtist hér von bráðar, í þremur hlutum wink

En fyrst - löngu tímabært skóspjall. Ég hélt yfir til LA í smá frí eftir Coachella og eyddi m.a. páskadegi í búðarráp og JC skókaup (ekki leiðinlegt það). Sumarið í ár öskrar á Mules skó úr öllum áttum og það er orðið nokkuð ljóst að við þurfum að viðra hælana á okkur í sumar. Jeffrey Campbell sendi til að mynda frá sér lookbook eingöngu tileinkað Mules skóm.

  

  

   

  

Ég er nú þegar komin á bragðið með þessa tísku því ég fékk þessa fínu Rebeccu Minkoff Mulara í NY í nóvember. Ég freistaðist svo til þess að bæta öðrum í safnið og verslaði mér eina Jeffrey Campbell skó í páskagjöf frá mér til mín:

  

  

Þessir skór heita Jeffrey Campbell Vinton Mule og eru fáanlegir í svörtu og brúnu. Virkilega fallegir og þægilegir.

Nú fær hællinn að tana í sumar wink

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

This summer it's all about the Mules. I got my second pair of Mules while shopping in Santa Monica on Easter Sunday and grabbed these gorgeous looking JC's at Lorin, 3rd Street. These shoes are called Jeffrey Campbell Vinton Mule and are available in brown and black leather. Very beautiful and super comfortable.

Looks like my heel finally gets to tan this summer wink

---

Kristbjörg Tinna skrifaði 30.04.14 kl. 23:28

Þessir sem þú ert í eru bilað fallegir!! Ég á eina svona með opnum hæl sem eru svo óþæginlegir að ég þarf hækjur til að labba í þeim hahaha.

---

Agla skrifaði 01.05.14 kl. 11:46

Haha já þessa brúnu ? Þessir eru talsvert þægilegri wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.