ALBA Á INSTAGRAM

Ég elska instagram.

Mér finnst æðislegt að rúlla yfir instagram eftir að ég nudda stírurnar úr augunum á morgnana og drekka í mig alls kyns innblástur. Fyrir utan það að "followa" mína vini&vandamenn er ég að followa alls kyns skemmtilegt fólk - fólk sem ég hef rekist á í gegnum hashtags, tískugúrúa, heimshornaflakkara ásamt nokkrun vel völdum Hollywood stjörnum.

Jessica Alba er í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar kemur að instagrömmurum. Ég hef reyndar verið forfallin aðdáandi hennar almennt, alveg frá því að ég sá kvikmyndina Honey í fyrsta skipti árið 2003 (Ég er svo einföld þegar kemur að bíómyndum - góð tónlist, dans og feel good söguþráður er nóg til að selja mér sjónvarpsefni wink )

Ekki nóg með það að hún sé ein fallegasta kona sem ég veit um heldur er hún kjarnakona í húð og hár. Hún er í fullri vinnu sem leikkona ásamt því að vera 2ja barna móðir og eiginkona. Jessica Alba hefur auk þess verið mjög virkur umhverfissinni og barist hart fyrir aukinni vitund í þeim efnum ásamt því að gefa dágóðar summur til góðgerðarmála tengdum umhverfismálum í gegnum árin. Þá stofnaði hún nýlega fyrirtækið Honest sem framleiðir umhverfisvænar barnavörur án hættulegra aukaefna. Fyrirtækið framleiðir allt frá bleyum og sjampói til hreingerningarefna fyrir heimilið - alltsaman skv. umhverfisstefnu fyrirtækisins. Mér þykir líka conceptið í kringum Honest fyrirtækið sérlega sniðugt - ef þér líkar vörurnar færðu mánaðarlega sendingu alveg heim að dyrum með öllu sem þú þarft fyrir barnið þitt. 

Jessica leyfir okkur að fylgjst með öllu þessu og fleiru í gegnum instagram hjá sér - barnauppeldi, Hollywood glamúrlífi, uppvaski, fyrirtækjarekstri og tískuflandri.

  

  

  

  

  

  

Mæli með að þið kíkið á þessa fallegu athafnakonu á instagram!

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.