AÐVENTUFÖNDUR

Undanfarin ár hef ég gert mjög klassískan aðventukrans alveg eins og mamma mín kenndi mér að gera. Fallega hringlagaðan krans, umvafin greni og með fallegu gylltu&rauðu skrauti ásamt könglum og slaufum.

Mig langaði að gera eitthvað allt annað í ár, svona til að vera í takt við árið sem er að líða hjá mér. Ég tók því nokkra góða útsýnisrúnta á Pinterest í vikunni - þessir kransar rötuðu í favorties:

  

  

Þá mundi ég allt í einu eftir nýju fallegu bollunum mínum sem ég hafði ætlað fyrir jólakakóið á jóladagsmorgun. Fullkomnir fyrir tilvonandi aðventukrans og þar sem ég keypti alveg sex stykki þarf ég ekki að fórna kakódraumnum á jóladag.

Ég heimsótti Smáralindina til að kaupa það sem upp á vantaði og í gærkvöldi upphófst svo föndrið. Útkoman varð nokkurs konar blanda af kransi númer 2 og 3 hér að ofan smile

  

Fyrir utan bollana þá keypti ég svamp og greni í blómabúð og fallegu rauðu kertin fékk ég frá jólavininum í vinnunni. Svampurinn er skorinn þannig að hann passi inn í bollana og bleyttur svo að auðvelt sé að stinga kertunum og greninu í hann. Þannig haldast kertin líka alveg pikkföst í bollunum.

Fínu jólabollarnir smile

Þar sem ég átti nóg af greni og svampi ákvað ég líka að gera "mini" version af kransinum til að hafa inni í eldhúsi. Ég fann þessa fínu silfruðu kertastjaka í tiger og sérstök stutt kerti í Sostrene Grene. 

  

Svampurinn, kertin og grenið komið í bollana.

Báðir kransarnir tilbúnir smile Þetta tókst mér að galdra fram á innan við hálftíma sem er fínt fyrir óþolinmóða ó-föndrara eins og mig wink 

Gleðilegan fyrsta í aðventu heart

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.