ACCESSORIES
Aukahlutir setja oft skemmtilegan svip á heildarlúkkið - eins og skórnir.
Þessir tveir aukahlutir flugu með mér alla leið frá LA til Íslands í síðasta mánuði:
Mér finnst veskja-bakpokinn æði - 90's fílíngur í bland við Chanel quilted munstrið. Skemmtileg tilbreyting í veskjaflórunni.
Derhúfurnar voru í uppáhaldi hjá mér síðasta sumar og mér sýnist þær ætla að rata aftur í búðirnar þetta sumarið. Ég greip þessa krúttlegu blúndumunstruðu húfu því með í einni F21 ferðinni.
Skemmtilegt og verður vafalaust notað mikið í sumar!
---
Kristbjörg Tinna Ásbjörnsdóttir skrifaði 10.05.13 kl. 11:31
Þessi taska er ferlega kjút.. Sé samt ekki fyrir mér að eg detti í derúfu trendið þó að þú sért svona sjúklega sæt með þína
---
Agla skrifaði 14.05.13 kl. 9:52
Hehe ég held einmitt að þú værir kjút með derhúfu yfir fínu krullunum þínum
---