A UNIF TASTE OF HELL

Í byrjun árs 2012 kolféll ég fyrir UNIF HELLBOUND skónum, eins og ég hef áður talað um.

Núna, rúmlega einu og hálfu ári síðar - eftir miklar vangaveltur, samningaviðræður við visa kortið mitt og eftir að skórnir voru loksins restockaðir í svörtu, er ég orðinn stoltur eigandi. Ég lét mig hafa það að kaupa skóna í leðri en ég hefði hefði helst viljað fá skóna í rússkinni, eins og þeir voru upphaflega hannaðir. 

Ég pantaði mína af Nasty Gal sem eru alltaf með jafn smekklegar og skemmtilegar pakkningar. Það voru sko heldur betur jólin hjá mér þegar ég mætti upp á hótel í Boston og fékk þessar elskur loksins í hendurnar (á fæturna wink).

  

Það sem setti punktinn yfir i-ið var þegar ég fékk like frá UNIF á instagram eftir að ég póstaði myndinni hér að ofan til hægri - þá fékk mín heldur betur stjörnur í augun.

  

Það albesta við þessa skó er að þeir koma með þremur settum af reimum svo maður fær í raun 3 mismunandi skó yes Eins og er þá er ég hrifnust af winter white reimunum - þær fara líka svo vel við nýja winter white pelsinn minn sem ég fer varla úr þessa dagana wink

  

  

Setningin "Cause every tall girl needs a short best friend" hefur alltaf verið ein af mínum uppáhalds þar sem besta vinkona mín er 181 cm og ég ekki nema 161 cm. Það hefur því alltaf verið frekar kostulegt að sjá okkur valsa flissandi um hlið við hlið - báðar langt frá meðalhæð kvenna á íslandi wink Í þessum skóm á setningin hinsvegar ekki við lengur þar sem ég slaga hátt upp í 180 sentimetrana þegar ég er búin að reima þessa killer hæla á mig. 

Skórnir eru samt sem áður jafn þægilegir og þeir eru fallegir heart

---

Vala skrifaði 10.11.13 kl. 20:45

Enda er mandatory djamm frammundan!! wink

---

Ellen Ýr skrifaði 11.11.13 kl. 17:05

NEEEI - þeir eru OF flottir !! Til hamingju með þá ! wink

---

Björk skrifaði 12.11.13 kl. 18:12

Datt inná bloggið þitt fyrir tilviljun - skemmtilegt blogg og flottir skór smile Má samt til með að spyrja hvar þú fékkst pelsinn, hann er æði!

---

Agla skrifaði 13.11.13 kl. 15:46

Takk kærlega fyrir það smile

Winter white pelsinn er frá Forever 21 wink Er gjörsamlega ástfangin af honum. Hér er linkur á hann - http://www.forever21.com/Product/Product.aspx?BR=f21&Category=outerwear_coats-and-jackets&ProductID=2000074707&VariantID;=

---

Heiða skrifaði 05.02.14 kl. 11:15

Hæ, þú ert jafn stór og ég og greinilega með sama skósmekk, þrái þessa skó, langaði að spurja hvernig þetta gengur fyrir sig, þurftirðu að borga toll og slíkt, og á Nastygal er ekki tekið fram að það séu þrennskonar reimar, er það bara exspected? smile)

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.