12 SHOES FOR 12 LOVERS

Listamaðurinn Sebastan Errazuriz sendi frá sér mjög frumlega en jafnframt sérkennilega skólínu nú á dögunum.

Línan kallast "12 shoes for 12 lovers" og samanstendur af 12 skópörum sem endurspegla hans fyrrverandi kærustur, hver á sinn hátt. Sebastian vann línuna í samvinnu við skófyrirtækið Melissu - sem er m.a. þekkt fyrir að vinna með Vivienne Westwood og Karl Lagerfeld. 

Sögurnar á bakvið hvert skópar eru misfallegar en Sebastian segir í viðtali við Core777:  "There’s a husband and a boyfriend that could be quite upset, but my stories have no real names and the photos don’t show any faces.”

Mér finnst þetta snilldarhugmynd  að innblæstri og skemmti mér konunglega við að lesa söguna á bakvið hvert og eitt skópar. Greyið maðurinn hefur greinilega upplifað höfnun oftar en einu sinni yfir ævina og virðist laðast að kolröngum píum. Það skín líka í gegn eftirsjá og greinilegt að maðurinn er ennþá ástfangin af nokkrum af þessum stúlkum. Mér fannst samt fyndnast að lesa um stúlkuna sem hann afmeyjaði og svo gerðist hún nunna. Hann er ekkert að fegra sannleikann blessaður wink

"HONEY" NATASHA

"JETSETTER" JESSICA

"CRY BABY" ALEXANDRA

"GOLD DIGGER" ALISON

"ICE QUEEN" SOPHIE

"GI JANE" BARBARA

"HEART BREAKER" LAURA

"HOT BITCH" CAROLINE

"THE VIRGIN" ANNA

"THE BOSS" RACHEL

"THE GHOST" VALENTINA

"THE ROCK" ALICE

Óháð sögunum á bakvið skóna þá finnst mér Laura og Sophie sjúklega flottir. Svo er pælingin á bakvið Rachel skóna líka ótrúlega skemmtileg.

Spurning hvort að einhverjar af okkur geti samsamað sig við einhverjar af þessum sögum ? Nó komment hérna megin wink

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

The artist Sebastan Errazuriz has created a rather peculiar shoeline, in cooperation with shoe company Melissa. The line is called "12 shoes for 12 lovers" and is inspired by his ex-girlfriends and "the ones that got away". Every pair comes with a description of the girl that the particular shoe is dedicated to. I had a blast reading through all the descriptions but I also felt for the poor guy - it's obvious that he falls for all the wrong girls and has had his heart broken more than once. He even managed to turn a virgin into a nun - at least he's not shy about his talents in bed! My favorite pairs are Laura, Sophie and Rachel. Can you relate to any of these stories ? wink

---

Hildur skrifaði 26.12.13 kl. 22:24

Mér finnst eiginlega engir skórnir neitt sérstaklega fallegir, eða a.m.k. ekki þannig að ég mundi vilja ganga í þeim. Þetta virkar meira á mig eins og gjörningur en hönnun, skórnir eru mikil listaverk. Mér finnst sagan um Valentinu fallegust, en þær eru margar skemmtilegar smile

---

Agla skrifaði 06.01.14 kl. 18:13

Já ég er alveg sammála - þetta eru miklu frekar listaverk heldur en praktískir skór. En mér finnst líka svo gaman að eiga fallega hannaða skó - ég á eina JC skó sem eru skornir út úr viði og ég er bara með þá upp á hillu sem punt.

Ég skreyti íbúðina mína með fallegum skópörum í stað málverka wink

---
Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.