MICHAEL KORS LOVE AFFAIR

Þegar ég var á rölti um Georgetown í Washington D.C. á sólríkum og fögrum föstudegi núna í júnímánuði þá gat ég ekki annað en ratað inn í Michael Kors búðina. Mig langaði svo að dást enn einu sinni að gula fallega veskinu sem mig var búið að langa í síðan í LA. 

  

Þar sem ég stend og virði þessa fallegu tösku fyrir mér þá segir afgreiðslukonan við mig "You know that all of these bags right here are on sale right now". Ég og DC-ingurinn hún Magga lítum í flýti hvor á aðra og Magga segir strax "Agla, þetta er bara meant to be - kaupt'ana!".

Michael Kors er nefnilega með frekar skemmtilegar og óútreiknanlegar útsölur - þú veist aldrei hvað fer á útsölu og þeir setja kannski tösku X á útsölu í þessari búð á meðan þeir setja tösku Y á útsölu í annari búð og þar er taska X ekki á útsölu. Einnig er oftast bara einn litur af hverri töskutegund á útsölu. Ég var svo heppin að þessi búð var með útsölu á gulum töskum!

Ég var því ekki lengi að hugsa mig um og keypti töskuna hið snarasta - og var one happy camper með Michael Kors pokann minn á leiðinni heim í metroinu  yes

  

**Skemmtileg staðreynd um mig sem ekki margir vita: ég hef sjúklega gaman af því að ferðast með neðanjarðarlestum og gæfi mikið fyrir að búa í borg með slíkum samgöngum. Ég án djóks borga frekar meira fyrir það að fara ferða minna með metro heldur en að splitta taxa - come on, það er hvorki stórborgaralegt né nein tilbreyting frá Íslandi að sitja í leigubíl!

Daginn eftir gat ungfrú verslunaróð ekki hætt að hugsa um Michael Kors seðlaveski sem ég sá líka á útsölu í þessari búð - og það líka Í STÍL við nýja gula veskið mitt. Það varð því úr að ég droppaði enn einu sinni inn í Michael Kors rétt fyrir flugferðina aftur heim og fjárfesti í seðlaveskinu - fínasta sumargjöf frá mér til mín!

  

  

Svo bara var ég fáránlega mikil gella á leiðinni heim í flugvélinni - með MK veskin mín tvö og skóturnana sem ég verslaði mér á Amazon yes heart

  

Konan í innrituninni var í kasti að afgreiða mig - en leist samt sem áður ekkert smá vel á þessa skórekka wink 

Það fyndna er að það bættist enn eitt MK veskið í safnið núna í LA þegar ég fann algjöran fjársjóð á útsölumarkaði - meira um það síðar!

BACK TO BUSINESS

Ég svíf ennþá á bleiku skýi eftir yndislega mánuðinn minn í LALA-LAndi heart

Fólk annaðhvort hatar eða elskar þessa borg. Ég féll í seinni flokkinn um leið og lenti á LAX í fyrsta skipti, haustið 2010.

   

Það var jafnframt yndislegt að byrja og enda ferðina hjá vinum og ættingjum í San Fran og New York. Þessar þrjár borgir eru eins ólíkar og þær eru skemmtilegar - allar þrjár í miklu uppáhaldi hjá mér.

Ég held stundum að ég hafi fæðst í vitlausum heimshluta - ég er svo mikið stórborgarbarn í mér. Móðir mín kær kom með þá kenningu að það væri vegna þess að ég ólst upp að hluta til í stórborginni París. Þessar mömmur vita oft meira en maður heldur - eflaust mikið til í þessu hjá henni.

Núna eru hinsvegar alls kyns verkefni á teikniborðinu - bæði vinnutengd og óvinnutengd. Ég ætla að hella mér í þessi óvinnutengdu núna strax fyrst að það er formlega búið að hringja inn hjá okkur helgarfríið.

Stay tuned!

JUMP AROUND - IN SAN FRANCISCO

Lífið er ljúft - það er bara þannig. Ég sit hérna í 27 stiga hita í Kaliforníusælunni og þarf að minna mig reglulega á það að mig sé ekki að dreyma.

Fyrsta hluta Ameríkuferðarinnar er lokið en ég flaug frá San Francisco í gær til heimaborgarinnar LA. Mikið hafði ég það nú gott í San Fran menningunni - þrátt fyrir að LA sé minn heimavöllur þá er verð ég að velja þetta sem uppáhalds borgina mína í Bandaríkjunum. 

  

Fyrir utan það að hoppa og skoppa út um alla borg eins og vitleysingur þá drakk ég í mig SF menninguna og mannlífið ásamt því að njóta þess að vera til. Ég dúllaði mér á alla mögulega vegu og tók eftir smáatriðunum sem gera SF að þessari yndislegu borg sem hún er - allt frá vinalegu fólki til leigubíla með bleikt yfirvaraskegg:

Lýsingin í anddyrinu hjá vini mínum.

  

Ef ég ætti heima í SF þá a) færi ég allra minna leiða í cable cars og b) myndi búa við sama útsýni og vinur minn gerir - ég fæ einhverja óskiljanlega hamingju í hjartað við það eitt að horfa á Golden Gate brúna!

San Francisco skyline í sólsetrinu.

  

Leigubíll með bleikt yfirvaraskegg og leigubílstjóri sem býður upp á heimaræktaðar apríkósur. Gerist þetta eitthvað vinalegra ?

  

One love fyrir allt og alla er þekkt fyrirbæri í SF - þeir eru gjörsamlega með þetta heart Fann svo krúttlegasta Haagen Dazs ísbox sem ég hef séð hjá kaupmanninum á horninu.

Fallega útsýnið úr Alamo park sem margir kannast við úr Full House þáttunum smile

  

Skórnir mínir og Alkatraz fangelsið.

Sama hvert maður lítur sér maður eitthvað skemmtilegt - falleg ljós og krúttlegt kaffikönnusafn á þessum veitingastað.

  

Blue Moon og nýkreistur appelsínusafi í morgunsárið - gott combo í sumarfríi. Rauðvín&sól líka smile

  

Útsýnið fyrir utan bygginguna sem vinur minn býr í.

Tacos og rótsterkar margarítur er þriðjudagshefð í San Francisco.

San Francisco lífið er yndislegt eins og þið sjáið smile Núna liggjum við stöllur í sólinni við sundlaugina og felum okkur fyrir 4th of July geðveikinni. Við ætlum samt að rífa okkur upp á eftir og fara í strandarpartý með nokkrum félögum - sötra kokteila og dást að væmnu amerísku flugeldasýningunum eins og þær gerast bestar yes

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook