FATAHERBERGIÐ

Mér tekst alltaf að gleyma því hvað það er í raun og veru mikið mál að flytja. Kassar, fatapokar og skór útum ALLT. Ég veit ekki á hvaða lyfjum fólkið var á á þessum myndum hér að neðan, flutningar eru ekki svona kósý:

  

Sem betur fer á maður góða að, erum búin að fá ómælda hjálp frá vinum og vandamönnum. Það er t.d. loksins að komast mynd á fataherbergið:

  

Ég er svo skrýtin, ég verð alltaf að hafa fötin mín og skóna uppraðaða eftir litum. Miklu þægilegra að finna allt og betri yfirsýn smile

Ég var líka mjög dugleg í gær, fyllti 3 ruslapoka fyrir Kolaportið/Rauða Krossinn. Um að gera að rýma til fyrir nýju, ekki nema mánuður í LA fríið mitt!

Ég þarf svo að splæsa í eina Expedit hillu í viðbót og þá held ég að skórnir mínir verði barasta allir komnir með sinn samastað. Sýni ykkur þegar fataherbergið er alveg tilbúið wink

FLUTNINGAR VS ÚTSÖLULOK

Á meðan að ég stend á haus í flutningum...

... Þá getið þið hent ykkur upp í sófa eftir skóla/vinnu og misst ykkur á lokaútsölum hjá NastyGal!

Búið er að bæta 25% viðbótarafslætti við allar vörur og þið hafið daginn í dag og á morgun til að versla smile Ég mæli að eindregið með ÞESSU úrvali.

Happy shopping! 

ONLY TEARDROPS

Það er svo leiðinlegt þegar lagið sem maður heldur með í Eurovision kemst ekki í úrslit. Ég sat límd við skjáinn um helgina en verð að segja að ég var fyrir vonbrigðum með lögin í ár. Ég var þó með mitt uppáhalds lag en því miður komst það ekki í úrslitin. Ég hugsa að ég muni halda með lagi Elisu Newman "Ég syng!" næsta laugardag.

Eftir að úrslitin urðu ljós á laugardagskvöldið skipti ég yfir á danska sjónvarpið þar sem Danir voru að velja sitt framlag. Vinningslag Dana er hreinlega í allt öðrum gæðaklassa en lögin í okkar undankeppni.

Hvar er fjölbreytileikinn í lagaúrvalinu okkar ? Hvar eru nýju og fersku böndin okkar ? Það eru líka til fleiri tegundir af tónlist heldur en ballöðupopp - ætli lagadómnefndin okkar sé búin að gleyma því ? Mér finnst líka uppsetningin í dönsku forkeppninni til fyrirmyndar, þar er öllum undankeppnum sleppt og keppnin fer fram á einu kvöldi. Dómnefndin situr ekki bakvið luktar dyr og velur sitt uppáhalds lag heldur situr fyrir framan sviðið og gefur hverju og einu lagi stig. Þá eru atkvæði úr símakosningunni brotin niður fyrir áhorfendur þannig að það er engin feluleikur með neitt hvað varðar val á lokaframlaginu. 

 
Hin danska Emmelie er svo sæt, hún syngur svo fallega (í Sinead O'Connor stíl) og lagið grípur mann strax við fyrstu hlustun. Ég og systir mín heyrðum það bara einu sinni og vorum sönglandi laglínuna það sem eftir var kvölds.
 
Þrátt fyrir að hún syngi skólaus þá fær hún blogg tileinkað sér hér á ShoeJungle smile Áfram Danmörk!

restrictions may apply

Jesús hvað það getur verið svekkjandi að lesa ekki smáa letrið áður en maður fer að gera sér vonir smile

Ég skráði mig í þessa keppni og var farin að setja væntingaflóðið á fulla ferð. Skópar að eigin vali frá Nasty Gal í hverjum mánuði í heilt ár ? Það hötum við skófíklarnir ekki. Eftir að ég hafði tekið gleðidansinn og skráð mig í keppnina fór ég aldeilis að undirbúa stórt og mikið blogg til að deila gleðifréttunum með ykkur (og þar með að minnka vinningslíkur mínar híhí). En svo rak ég augun í smáa letrið: 

"Promotion open to legal residents of the United States (excluding Rhode Island) or Canada (excluding Quebec)"

Ojæja, tollurinn hefði hvort eð er breytt þessu úr gjöf í útgjöld indecision

P.s. ekki gleyma að skoða nýjustu skó vikunnar hverju sinni, næsta par væntanlegt í kvöld!

EUROVISION

Lesendur ShoeJungle sem þekkja mig ekki persónulega fá nú að kynnast nýrri hlið á mér.

Þrátt fyrir að skópælingar séu eitt af mínum stærstu áhugamálum þá er ákveðinn atburður sem skipar stóran sess í mínu lífi - mjög svo mikilvægur atburður.

Ójá, ég er nefnilega forfallið Eurovision-nörd. Þetta er svo skemmtileg hefð og skapar svo skemmtilega stemningu, bæði á Íslandi og hreinlega innan heimsálfunnar allrar. Ég einfaldlega elska að spá og spekúlera í lögunum og spá fyrir um gengi hvers lands út frá nágrannapólitík, gæði laga og landfræðilegri staðsetningu.

Sem betur fer á ég góðan "partner in crime" - hana Fatou vinkonu sem nördast með mér dagana í kringum Eurovision. Í fyrra settum við af stað þá skemmtilegu hefð að halda saman árlegt Eurovision partý og sú hefð verður vonandi í gildi næstu árin smile

Í kvöld er fyrsti í forkeppni á Íslandi og keppa þá 6 lög um 3 sæti á úrslitakvöldinu sem haldið verður í Hörpunni eftir viku. Á morgun keppa önnur 6 lög um 3 sæti sem þýðir að við munum í næstu viku velja á milli 6 laga sem keppast um að taka þátt fyrir Íslands hönd.

HÉR MÁ HLÝÐA Á LÖGIN SEM KEPPAST UM AÐ KOMAST Í ÚRSLIT

Ég er ekki búin að gera upp hug minn varðandi lögin sem keppa um helgina en finnst þó seinni riðillinn mun sterkari. Því miður var ekkert laganna sem greip mig strax við fyrstu hlustun sem er grundvöllur þess að ná toppsætunum í keppninni. Lög eins og Euphoria, Fairytale og fleiri koma sterk upp í minningunni - þau voru svo sannarlega seld frá fyrstu hlustun. 

Sjáum þó hvað setur - góða skemmtun í kvöld fyrir Júrónörda landsins smile

DIOR COUTURE 2013

Einu sinni fyrir langa löngu þá var ég lítil prinsessa í París. Einkabarn foreldra minna sem harðneitaði að fara í buxur og fór allra ferða sinna klædd í kjól eða pils. Ég vissi fátt skemmtilegra en að kíkja í alla fínu búðargluggana á Champs-Élysées verslunargötunni með mömmu minni. Ég man meira að segja ennþá eftir lyktinni inni í Chanel búðinni - sama lykt og maður fann þegar fínu frúrnar þutu framhjá manni í miðborg Parísar í amstri dagsins.

Ef ég væri ennþá Parísarprinsessa þá hefði ég verið til í að kíkja á Dior Haute Couture sýninguna sem fór fram í fyrradag. Uppsetningin var draumi líkast en Raf Simons (nýráðin listrænn stjórnandi hjá Dior) sótti innblástur í ævisögu Christian Dior sem var sérstaklega hrifin af náttúrunni í sveitarsælunni. 

Ég gæti skrifað 10 blogg um öll fallegu dressin en ætla að einblína á skóna í sýningunni:

  

  

  

  

  

Támjótt, örlítið innboginn hæll, enginn platform, rendur, hátt hælastykki - fullkomin samsetning fyrir sumarhælana 2013.

Ohh hvað ég hlakka til sumarsins! 

ORANGE LEATHER

Ég og Kim Kardashian erum á einu máli um appelsínugul þykk leðurpils wink

  

  

Munurinn á pilsunum (fyrir utan það að mitt pils er ekki ekta leður) er sá að mitt kostaði $20 í Forever 21 á meðan að Balenciaga pilsið hennar Kim kostar $1.400. Æj, ég er bara mjög ánægð með mitt ódýra gervipils- hef notað það helling síðan ég keypti mér það rétt fyrir jól.

Talandi um Kim.. þá er ég að fara að horfa á þátt númer 2 í "Kourtney and Kim take Miami". Dí hvað ég er spennt - ég er algjör sökker fyrir raunveruleikasjónvarpi, eins lélegt og það getur oft á tíðum verið wink

 

ALBA Á INSTAGRAM

Ég elska instagram.

Mér finnst æðislegt að rúlla yfir instagram eftir að ég nudda stírurnar úr augunum á morgnana og drekka í mig alls kyns innblástur. Fyrir utan það að "followa" mína vini&vandamenn er ég að followa alls kyns skemmtilegt fólk - fólk sem ég hef rekist á í gegnum hashtags, tískugúrúa, heimshornaflakkara ásamt nokkrun vel völdum Hollywood stjörnum.

Jessica Alba er í algjöru uppáhaldi hjá mér þegar kemur að instagrömmurum. Ég hef reyndar verið forfallin aðdáandi hennar almennt, alveg frá því að ég sá kvikmyndina Honey í fyrsta skipti árið 2003 (Ég er svo einföld þegar kemur að bíómyndum - góð tónlist, dans og feel good söguþráður er nóg til að selja mér sjónvarpsefni wink )

Ekki nóg með það að hún sé ein fallegasta kona sem ég veit um heldur er hún kjarnakona í húð og hár. Hún er í fullri vinnu sem leikkona ásamt því að vera 2ja barna móðir og eiginkona. Jessica Alba hefur auk þess verið mjög virkur umhverfissinni og barist hart fyrir aukinni vitund í þeim efnum ásamt því að gefa dágóðar summur til góðgerðarmála tengdum umhverfismálum í gegnum árin. Þá stofnaði hún nýlega fyrirtækið Honest sem framleiðir umhverfisvænar barnavörur án hættulegra aukaefna. Fyrirtækið framleiðir allt frá bleyum og sjampói til hreingerningarefna fyrir heimilið - alltsaman skv. umhverfisstefnu fyrirtækisins. Mér þykir líka conceptið í kringum Honest fyrirtækið sérlega sniðugt - ef þér líkar vörurnar færðu mánaðarlega sendingu alveg heim að dyrum með öllu sem þú þarft fyrir barnið þitt. 

Jessica leyfir okkur að fylgjst með öllu þessu og fleiru í gegnum instagram hjá sér - barnauppeldi, Hollywood glamúrlífi, uppvaski, fyrirtækjarekstri og tískuflandri.

  

  

  

  

  

  

Mæli með að þið kíkið á þessa fallegu athafnakonu á instagram!

ASOS LITLU JÓL

Jólin hjá mér byrjuðu á Þorláksmessu. Litlu jólin í það minnsta.

Um kvöldmatarleytið fékk ég nefnilega langþráða sendingu frá Asos sem innihélt þó nokkra kjóla og skyrtur ásamt skópari og belti. Hér er smá sýninshorn af því sem ég græddi smile

  

Lítill og sætur gulur kjóll smile

  

Nýja uppáhalds beltið mitt. Ég var lengi búin að horfa á nokkur peplum belti og þetta hreppti vinninginn.

  

  

T-strap támjóir hælar - love at first sight.

  

Sæblár blúndukjóll sem ég vígði í jólabrúðkaupi á milli jóla og nýárs. Ég varð að mæta svona skóuð til veislunnar vegna snjóstorms. Ég var þó fljót að skipta um skófatnað strax í anddyrinu wink

  

Mikilvægasta flíkin var að sjálfsögðu jólakjóllinn. Held mér hafi sjaldan fundist ég jafn "jólaleg" á aðfangadagskvöld.

Sýni ykkur hina kjólana við tækifæri smile

GOLDEN GLOBES 2013

Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin á Hilton hótelinu í Beverly Hills í fyrradag. Þetta var í fyrsta skipti í mörg ár sem hitastigið fór niður fyrir tveggja stafa bilið og á tímabili var hitastigið rétt yfir frostmarki. Rauði dregillinn var því búin hitalömpum svo að stjörnurnar gætuð stillt sér upp í fínu kjólunum sínum.

Það eru tvö ár síðan ég ásamt fríðu föruneyti fórum í bíltúr til Beverly Hills og ákváðum að kíkja við á rauða dregillinn á Golden Globes. Þá var sól og blíð og hitastigið vel yfir 20°C. Við fórum sko ekki í neina fýluferð því við fengum að heilsa upp á Eric Stonestreet úr Modern Family, Jake Gyllenhaal, Brad Pitt og fröken Jolie, Puff Daddy, Tim Allen og fleiri frækna. Deili með ykkur nokkrum myndum áður en ég skelli mér í kjólaumræðurnar:

Golden Globes er eins og People's Choice Awards í miklu uppáhaldi hjá mér því þarna fær maður að sjá allan skalann - tónlistarfólk, kvikmyndaleikara og sjónvarpsþáttaleikara. Klæðaburðurinn á rauða dreglinum er líka svo skemmtilegur því að það er ekki eins mikil pressa að vera í sínu fínasta pússi eins og á Óskarnum og því fær maður að sjá skemmtilega tísku.

Hér má sjá brot af því besta:

HÁAR KLAUFAR

  

  

Þær Halle Berry, Heidi Klum, Lea Michele og Eva Longoria mættu allar í kjólum með himinháa klauf. Greinilegt að kjóllinn hennar Angelinu Jolie á Óskarnum í fyrra hefur verið mikill trendsetter smile

FISHTAIL CUT (HAFMEYJUSNIÐ):

  

  

Ég átti mjög erfitt með að velja 4 kjóla með þessu sniði því þær voru fjöldamargar sem mættu í hafmeyjusniðinu fræga í fyrrakvöld. Nude liturinn var einnig vinsæll eins og sjá má á þeim Hayden Panettiere og Amy Adams. Bæði Jessica Alba og Kelly Osbourne völdu sér einnig gullfallega kjóla.

BLÚNDUR OG BAROKK

  

Nicole Richie er bara alltaf flott, hún klikkar ekki einu sinni á veskinu. Þrátt fyrir að kjóllinn hennar J-Lo sé líka mjög fallegur þá þá finnst mér Nicole bera af í þessum flokki. 

GULL OG SVART/HVÍTT

  

Michelle Dockerey og Kate Hudson. Mér finnst Alexander Mcqueen kjóllinn sem Kate klæðist alveg ótrúlega fallegur en mér finnst beltið sem hún er með frekar "cheap" við þennan kjól. Hefði mátt vera meira í anda við kragann.

FLEIRI FLOTTAR:

  

  

Naomi Watts var í virkilega flottum kjól og sama má segja um Kerry Washinton og Oliviu Munn. Pilsadragtin hennar Siennu Miller er ekki allra en mér finnst hún æði. Hún vildi endilega klæðast kjól frá breskum hönnuði og valdi sér þetta skemmtilega sett.

Að lokum aðeins að skóúrvali kvöldsins. Þar sem flestar skvísurnar mættu til leiks í síðkjólum þá var erfitt að spotta flotta skó en þessi tvö pör stóðu upp úr hjá mér

Heildar lúkkið hjá Katherine Mcphee var í raun ótrúlega flott og þessir skemmtilegu skór settu svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Þessir skór eru ekki svo ósvipaðir hugmyndinni á bak við Soirée skóna frá Jeffrey Campbell.

Íþróttakonan Gabby Douglas á þessa gulu glamúr skó frá Benjamin Adams London sem tóna skemmtilega við kjólinn hennar.

Award's season heldur ótrautt áfram og næst er það Screen Actors Guild Awards og Óskarinn! wink 

UO CRAVINGS

Nýjar vörur streyma í uppáhalds vefverslanirnar á nýja árinu.

Urban Outfitters freista tískuunnenda á margan hátt, líkt og vanalega.

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

  

Skemmtilega ólíkit straumar!

Regnhlífin finnst mér sniðug uppfinning - heldur manni þurrum og aðstoðar ímyndunaraflið við að leiða hugann frá grámyglulegu veðri.

AWARD’S SEASON

Nú fer í hönd skemmtilegur tími fyrir kvikmynda- og sjónvarpsáhorfendur jafnt sem tískuunnendur. Uppskeruhátíðir kvikmyndabransans ásamt tilheyrandi partýjum, kjólapælingum og tískuveislum. Í L.A. landi eru janúar, febrúar og mars mánuðir kallaðir "Award's season".

Í fyrradag hófust herlegheitin með einni af mínum uppáhalds verðlaunahátíðum - People's Choice Awards. Á þessari hátíð er fólk úr tónlistar og kvikmyndabransanum heiðrað, alfarið samkvæmt kosningu almennings á netinu en það er nákvæmlega það sem mér finnst svo frábært. Það er fólkið sem kaupir geisladiskana, miðana á tónleikana, DVD diskana og bíómiðana. Og því á fólkið að fá að ráða hver fær verðlaunin!

Hunger Games myndin var að vonum sigursæl á verðlaunahátíðinni og hlaut 5 verðlaun. Einnig fóru t.d. Katy Perry, Jennifer Aniston og Adam Sandler heim með verðlaun í farteskinu.

En ef við snúum okkur að aðalatriðinu - kjólaúrvali kvöldsins - þá voru stjörnurnar margar hverjar litaðar af tilvonandi trendum í sumartískunni fyrir árið 2013.

GLIMMER OG GLAMÚR:

 

 

Pallíettuæðið ætlar engan endi að taka og sást það glöggt á klæðnaði stjarnanna á hátíðinni í fyrrakvöld. Hér má sjá þær Julianne Hough, Rumer Willis, Naomi Watts og Hunger Games stjörnuna Jennifer Lawrence baða sig í glamúrdýrðinni. Mér finnst Naomi Watts bera af en tískuspekúlantar voru margir hverjir hrifnastir af Jennifer sem klæddist kjól frá Valentino ásamt Nicholas Kirkwood hælum.

BLACK AND WHITE:

 

 

Það er engin spurning að svört og hvít litasamsetning mun koma sterk inn í sumar, hvort sem það er í skemmtilegri litagrafík eða einfaldlega að para saman svartar og hvítar flíkur. Hér má sjá þær Olivia Munn, Ellen Pompeo, Mae Whitman og Taylor Swift skarta þessu skemmtilega trendi. Mér finnst þær allar saman verulega smart en verð að krýna Ellen Pompeo sem svarthvíta drottningu kvöldsins. 

COLORS & SHEER:

 

  

Litadýrð vill oftar en ekki einkenna sumartískuna og í sumar verður það í bland við gegnsæ efni. Þær Chloe Grace Moretz, Leah Michelle, Kaley Cuoco (kynnir kvöldsins) og Brittany Snow tóku allar þátt í þessari skemmtilegu blöndu af litagleði og gegnsæju. Brittany Snow er jafnframt mín uppáhalds úr þessum hópi þrátt fyrir að skórnir hennar Chloe séu gjörsamlega to-die-for wink

Næst á dagskrá eru svo Golden Globe verðlaunin á sunnudaginn en þá mun ég sitja límd við skjáinn á meðan að stjörnurnar streyma að í fínu kjólunum sínum.

STAY TUNED!

TREND ALERT

"Hællausa" æðið ætlar engan endi að taka.

Nýjasta útfærslan breytir þeirri útgáfu sem við erum vön á þann hátt að neðsti hluti sólans nær nú lengra út. Mögulega til þægindarauka ?

  

  

  

  

Áhugasamir geta nælt sér í par hjá Solestruck eða NastyGal. Báðir aðilar bjóða upp á heimsendingu til Íslands.

HOLLYWOOD MANSIONS

Þegar ég bjó í L.A. þá voru útsýnisferðir í Beverly Hills og Bel Air eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði. Bara það að keyra á Santa Monica Boulevard með pálmatré í röðum báðum megin við götuna færði mér ómælda gleði í hjartað.

  

Það er mikill misskilningur að hýbýli fína og fræga fólksins séu staðsett í Hollywood. Hollywood hverfið er því miður í mikilli niðurníðslu og þykir því ekki vænlegur staður til að búa á. Að sjálfsögðu er mikið af skemmtilegum túristastöðum í Hollywood eins og Kodak Theatre, Walk of Fame ofl en þangað lagði ég ekki leið mína þegar ég vildi sjá falleg hýbýli. Í þeim tilgangi keyrði ég framhjá Hollywood og í átt að Beverly Hills og Bel Air.

Þar heimsótti ég stundum Playboy setrið og heimili Michael Jackson heitins, bæði staðsett í Holmby Hills. Ég freistaði þess reyndar einu sinni að opna hliðið sem liggur inn að Playboy setrinu en fékk þá "vinsamleg" skilaboð úr hátalarakerfi setursins að þessi tilraun mín væri ekki vel séð.

Bachelor setrið fræga er staðsett aðeins lengra og nær ströndinni, í raun rétt hjá Malibu. Við systurnar vorum ekkert lítið sáttar að ná að grafa upp addressuna þar en þegar við komum þar að bæ þá var verið að taka upp Bachelor Pad seríuna.

Síðast en ekki síst heimsótti ég reglulega BFF Kim Kardashian en hún á glæsilega villu efst í Beverly Hills hæðum. Hún býr það afskekkt að ég missti alltaf símasamband áður en ég kom að húsinu hennar. (Það var allt í lagi, hún leyfði mér að hringja hjá sér).

  

Hér má sjá Kim K  stíga út um innganginn sem sést hér að ofan til hægri. Mér finnst þetta svo flott hlið.

  

En heimsóknirnar mínar þangað verða víst ekki fleiri þar sem Kim og tilvonandi barnsfaðir hennar hafa splæst í annarri glæsivillu í Bel Air hverfinu, sögur segja að sú villa sé staðsett við hliðina á hýbýlum Jennifer Aniston. Nýja hús þeirra skötuhjúa er hvorki meira né minna en 11 milljón dollara virði og er um 1000 fermetrar að stærð. Það nægir þó ekki dívunni sjálfri og ætla þau því að stækka húsið upp í 1300 fermetra og bæta við sérstöku hárgreiðslu og förðunarherbergi ásamt heljarinnar fataherbergjum. (ég meina hver myndi eiginlega láta sér nægja 1000 fermetra hús!)

Hér má sjá myndir af herlegheitunum:

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst gamla húsið svo miklu flottara! Læt fylgja með nokkrar myndir svo þið getið dæmt fyrir ykkur sjálf:

Þetta stafar kannski af því að ég er með ofnæmi fyrir brúnum marmara og brúnleitum innréttingum. Sitt sýnist hverjum!

Kveðja frá Hollywood stalkernum smile

FACEBOOK

Nú eru facebook menn svo sannarlega komnir með dollaramerki í augun.

Nú eru "like" síður á facebook orðnar þannig að þær birtast ekki í fréttayfirlitinu hjá fólki nema gegn greiðslu frá okkur síðueigendum.

Þessu má hinsvegar komast hjá með því að velja tannhjólið uppi til hægri inni á facebook síðu ShoeJungle og velja "add to interest list". 

Með þessari aðgerð þá getiði tryggt að þið fáið tilkynningar um ný blogg ásamt öðrum skemmtilegheitum á síðunni.

Bráðlega mun fara í gang skemmtilegur leikur og ég vil því hvetja alla sem langar í nýja skó að fylgjast vel með wink

one love

Ég hreinlega elska nýju glæru ökklastígvélin mín frá JC. Það er líka óhætt að segja að þau vekji gífurlega athygli hvert sem ég fer.

Skórnir voru vígðir rétt fyrir jól, í partýi með HR vitleysingunum mínum. Ég var frekar "casually" klædd þetta kvöld og því var gaman að toppa outfittið með þessum skemmtilega öðruvísi skóm. 

  

Við frænka mín tókum smá túperingar-flipp rétt áður en ég mætti í partýið. Þessi greiðsla fékk heitið "Ljónynjan".

  

  

Buxurnar og bolurinn eru úr F21. Ég er rosalega skotin í ökkla/jakkafatabuxum þessa dagana og þessar voru fullkomnar frá fyrstu mátun. Hálsmenið og veskið eru úr HM og kápan er vintage. Frænka mín keypti einmitt þessa kápu handa mér á markaði árið 2009 fyrir skitnar 500 krónur. Ég hef notað hana af og til síðustu ár en hef hinsvegar ofnotað hana á síðustu mánuðum. Það er svo magnað hvernig þessar vintage flíkur enda oft sem fjársjóðir í fataskápnum.

Til að undirstrika hvað Jeffrey Campbell er oft á tíðum vönduð hönnun þá ætla ég að sýna ykkur smá nærmynd af glæru skónum:

Þar sem glæra efnið í skónum er úr vínyl sem andar sama og ekkert eru þeir útbúnir loftgötum á einni hliðinni. Loftgötin eru þanning staðsett að þau eru varla sjáanleg þegar þú ert í skónum en þau gera svo sannarlega mikið gagn. Það kom mér ótrúlega á óvart hvað skórnir eru í raun og veru þægilegir miðað við hvað vínyllinn er hart efni. Þeir liðkast líka til strax við fyrstu notkun og eru án efa komnir á topp tíu listann í skósafninu mínu smile

Sálufélaginn minn, hún Vala vinkona mín gaf mér ótrúlega flotta svarta og silfraða sokka úr Monki í jólagjöf. Hún lét lítinn miða fylgja með sem á stóð "Til að vera í við nýju glæru skóna". Svo sannarlega dæmi um manneskju sem þekkir mig vel smile

 

Sales guide

Hvað er betra en að hefja nýtt ár með smá endurnýjun á fata- og skóskápnum ? Janúarútsölurnar eru í fullum gangi og eru margar hverjar búnar að vera í gangi frá því á annan í jólum (Boxing day sales).

Ég mæli með að áhugasamir líti við á eftirfarandi vefverslunum:

Asos: Asos menn eru búnir að dæla fjölmörgum vörum í útsöludálkinn á allt að 70% afslætti.

F21: Allt að 50% afsláttur en reyndar ekki mikið úrval af útsöluvörum. Hinsvegar er mikið til af nýjum vörum og F21 skartar nú ekki háum verðum smile

Nelly: Þið sem þekkið norrænu verslanirnar kannist eflaust við vefverslunina Nelly. Þeir eru oft með fínar útsöluvörur og því er vert að kíkja á vefinn þeirra ef þið eigið danska/sænska/norska vini sem gætu tekið á móti vörunum og áframsent. Svo er gaman að tilkynna ykkur það að ég hef fengið staðfest frá starfsmanni hjá Nelly að þeir muni hefja alþjóðlega sendingaþjónustu á árinu. Vei!

Urban Outfitters: Ég hef nær undantekningarlaust notfært mér janúar útsölurnar hjá Urban Outfitters. Fyrir nákvæmlega 2 árum keypti ég kápu, skó, hatt, 4 boli og húfu á undir $100 hjá UO svo að ég mæli eindregið með því að kíkja við hjá þeim.

Charlotte Russe: CR eru með nokkra skó á útsölu ásamt 75% afslætti af völdum fatnaði. Ég hef reyndar aldrei fílað fötin í þessari búð fyrir utan einstaka vörur. Hinsvegar get ég hiklaust mælt með skónum en margir af mínum þægilegustu skóm koma frá CR.

Solestruck: Útsalan er ekki komin á fullt hjá Solestruck en það má samt finna fjöldamörg pör undir útsöludálknum.

Karmaloop: Fjöldamargar vörur á útsölu fyrir bæði dömur og herra. Einnig má fá 20% af pöntunum yfir $100 og 30% af pöntunum yfir $200 með kóðanum "NEWSHT". Þessi kóði virkjar einnig fría sendingu innan USA og $8 afslátt af sendingu til Íslands!

MissKL: Nákvæmlega sami díll gildir hjá systurfyrirtæki Karmaloop - MissKL. Með kóðanum "NEW2013" má fá 20% af pöntunum yfir $100 og 30% af pöntunum yfir $200.

Lulus: Ýmsar vörur á útsölu.

ShopAkira: Með kóðanum "DISCOMODE" fæst 60% afsláttur af öllum vörum sem innihalda eitthvað glimmer smile Athugið að þessi útsala endar á miðnætti! Ég á nokkrar vörur frá ShopAkira og þetta eru mjög vandaðar og fallegar vörur - mæli hiklaust með þessari vefverslun.

NastyGal: Þessi vefverslun klikkar aldrei, það er bara þannig. Hellingur af vörum á útsölu og ein sú besta þjónusta við viðskiptavini sem ég hef upplifað.

 

Happy shopping og ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi kaup á bandarískum vefverslunum!

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook