SHOETOWERS

Síðustu dagar hafa verið mjög annasamir en engu að síður ljúfir. Ég var með norska LA vini í heimsókn og fór með þau út um hvippinn og hvappinn í íslenska slagviðrinu. Eitt af því dýrmæta sem LA dvölin gaf mér voru vinir úti um allan heim - fólk með ólíka reynslu, skoðanir og viðhorf (þetta er eitthvað sem ég kunni ekki eins vel að meta áður en ég flutti út). Yndislegt að halda sambandi við allt þetta fólk heart

En að efninu - um miðjan ágúst birti Bleikt.is viðtal við mig en á þessum mánuði hefur fyrirspurnum rignt yfir mig varðandi skóhirslurnar mínar - hvaðan þær séu, hversu mikið rúmist fyrir í þeim, hvar þær fáist o.s.frv. Nú skal ég segja ykkur allt um það yes

Ég hef prófað ýmsar leiðir til að koma skónum mínum fyrir á þægilegan og aðgengilegan hátt - án þess að þeir taki of mikið pláss. Eftir að hafa grúskað vel og lengi á netinu þá rakst ég á lausn sem ég hélt í fyrstu að væri of góð til að vera sönn - hirsla á hjólum sem rúmar 50 skópör og kostar ekki hálfan handlegg.

Þessa snilldarlausn fann ég á AMAZON - en ekki hvar wink Ég fjárfesti í tveimur svona hirslum en þannig er hægt að koma 100 skópörum fyrir á þægilegan og ódýran hátt og það sem meira er - þú ert með alla skóna í augnsýn. Hirslan kostar tæplega $50 eða rúmar 6000 krónur.

  

Skórnir sitja á tveimur stöngum á hverri "hæð" þar sem efri stöngin situr örlítið hærra en sú neðri og skórnir halla því fram á við. Turnin er 10 hæðir og ég kem auðveldlega fimm pörum á hverja hæð - þar af leiðandi 50 pörum í hvern turn.

Þar sem skórnir sitja á stöngum en ekki á hillum þá myndast miklu minna ryk smile

  

  

Hægt er að taka stangir úr turninum að vild og stjórna því hversu mikið rými maður kýs. Þar sem ég á mjög mikið af grófum og chunky ökklastígvélum þá ákvað ég að taka aðra hverja hæð úr efri hlutanum á einum skóturninum til að stígvélin rúmuðust betur (myndin hér að ofan til vinstri). Fyrstu þrjár hæðirnar eru því í raun með tvöföldu plássi.

Skóturnarnir fást HÉR - bestu skóhirslukaup sem ég hef gert!

NY FASHION WEEK SS2014

NY fashion week er í fullum gangi.

Ooo hvað ég gæfi mikið fyrir að vera í heimsókn hjá bestu frænku og vera fluga á vegg. Ég hinsvegar fylgist með í gegnum the-next-best-thing að mínu mati - elsku instagram. Ég er búin að vera frekar límd við símann um helgina og hélt að instagramið mitt myndi overloada í gær þegar tískuvikan stóð sem hæst. Þeir sem ég er að fylgja á instagram flykktust á sýningarnar hjá Alexander Wang, Charlotte Ronson, Hervé Léger, Jill Stuart og Monique Lhuillier í gær og var gaman að fylgjast með því sem stóð upp úr. 

Fyrir virka instagrammara þá er líka skemmtilegt að skoða hashtaggið #NYFW reglulega en þar flykkjast inn alls konar myndir - t.d. götutíska, runway myndir, backstage myndir, myndir frá eftirpartýjum ofl.ofl.

  

  

  

  

  

  

  

Ég t.d. fylgdist með Lady Gaga stíga á stokk í eftirpartýinu hjá V Magazine í gær - allt í gegnum instagram myndir og vídjó.

Ég get næstum því fundið lyktina af stemningunni af NY í gegnum grammið - finn fyrir orkunni og mannlífinu. Yndislegt heart

FALL TRENDS TAKE 1

Slagviðrið úti fer varla framhjá neinum. Ágætis tækifæri til að rifja upp skótrendin fyrir haustið sem nálgast óðfluga yes

Skinn og loðskór í ýmsum myndum voru áberandi hjá t.d. Fendi, Cavalli og Wang en þessir þrír hönnuðir eru allir í miklu uppáhaldi hjá mér.

FENDI

    

Hælarnir á skónum hjá Fendi eru alltaf jafn guðdómlegir - hverjir öðrum fallegri.

CAVALLI

   

   

WANG

   

Wang alltaf jafn frumlegur.

    

Skemmtilegt trend sem ég þurfti samt aðeins að melta.

STAY TUNED fyrir fleiri hausttrend - vona að allir séu inni að kúra sig undir teppi í vonda veðrinu eins og ég smile

ILVA

Ég flutti nýlega úr glænýrri tæplega 100 fm íbúð í gamla (en ofur krúttlega) 65 fm risíbúð. Þá þurfti heldur betur að endurinnrétta og skipta húsgögnum út til að koma öllu fyrir. Gamla sófaborðið mitt náði t.d. yfir hálfa stofuna í litla risinu svo að það gekk alls ekki upp. Þá upphófst leitin endalausa að nettu sófaborði - ég prófaði m.a. að hafa ekkert sófaborð en þannig var ekkert sérstaklega hentugt að taka á móti gestum. 

Loksins datt ég þó niður á hin fullkomnu borð í ILVU:

Frekar ótýpísk og skemmtileg borð og svo er hægt að nota þau líka í sitthvoru lagi. 

Fást í bæði hvítu og svörtu í ILVU.

HAPPY BIRTHDAY

ShoeJungle varð eins árs í gær - 1. september.

Takk fyrir heimsóknirnar og lesturinn - þið eruð æði. 

Þar sem ég uppgötvaði líka að síðan er komin vel yfir 300 like á facebook þá ákvað ég að draga út fyrsta vinningshafann í leiknum okkar góða - í tilefni afmælisdagsins heart

Sú heppna heitir Sara Rún Hinriksdóttir og hlýtur hún litun&plokkun ásamt augnmaskameðferð með háls og herðanuddi frá Bonitu snyrtistofu.  September er einmitt ávaxtasýrumánuður hjá Bonitu - mæli með að þið tékkið á ávaxtasýrumeðferðunum en boðið er upp á 30% afslátt af fjögurra skipta meðferð ásamt 10% afslátt af ávaxtasýrulínunni frá Academie. 

Til gamans eru hér nokkrar af vinsælustu færslunum á árinu - þið megið svo endilega kommenta hér að neðan eða í gegnum shoejungle@shoejungle.is og segja mér hvað ykkur finnst skemmtilegast að lesa um.

JESSICA BIEL

LITA GRAD

EMMY'S TÍSKAN

BOSTON LOVE

FASHION NIGHT OUT

FASHION OF FRIENDS

SKÓ GÖTUTÍSKA

BRING ME TO HELL

KARDASHIAN KRAZYNESS

LIPSTICK JUNGLE

ONE LOVE

SALES GUIDE

MATT NAGLALAKK

LA FASHION WEEK

COACHELLA 2014

MAKE UP ORGANIZER

JUMP AROUND IN SAN FRANCISCO

MICHAEL KORS LOVE AFFAIR

ORGANIZING MANIA PART I

ORGANIZING MANIA PART II

Greinilegt að fjölbreytileikinn fer vel í ykkur - hef það hugfast!

LABOR DAY WEEKEND

Fyrstu helgina í septembermánuði flykkjast Bandaríkjamenn upp í sveit/bústað/ströndina og fagna sumarlokum en mánudagurinn (labor day) er frídagur í bæði skólum og langflestum vinnustöðum.

Þeir sem hinsvegar kjósa að halda sig innan borgarmarkanna taka oftast stefnuna á einn og sama staðinn að minsta kosti einu sinni yfir helgina - í mollið. Labor Day weekend er nefnilega risa útsöluhelgi í bæði verslunum og netverslunum.

Fyrir þau ykkar sem eruð á leiðinni til Bandaríkjanna eða þekkið einhvern velviljaðann Bandaríkjabúa sem þið getið "níðst á" - þá mæli ég með eftirfarandi netverslunum:

-Nasty Gal. Allt að 85% afsláttur

-ASOS.  20% af ÖLLUM vörum með því að nota prómókóðann "SUMMER4EVER".

-Tilted Sole. 20% afsláttur af ÖLLUM Jeffrey Campbell skóm hvort sem þeir eru á útsölu eða ekki með prómókóðanum "LABORDAY20JC".

-Forever21. 50% auka afsláttur af völdum útsöluvörum með prómókóðanum "LABORDAY".

-GoJane. Hellingur af vörum á lækkuðu verði.

-HM. Fjöldinn allur af vörum á lækkuðu verði.

Flest tilboðin gilda út daginn á morgun - happy shopping yes

ORGANIZING MANIA PART II

Það er svo magnað hvað umhverfið mótar mann. Fyrir LA búsetu þá var ég jú alveg naglalakkamanneskja en ég stressaði mig samt ekki á því að skipta um lakk þegar lakkið var orðið sjúskað. Kaliforníusælan býður aftur á móti upp á talsvert meiri notkun á opnum skóm og sandölum svo að það er skemmtilegra að vera með snyrtilega lakkaðar tásur. Jafnframt verða neglurnar á höndunum einhvernveginn meira áberandi - maður er í efnisminni fötum og er einhvernveginn í meiri stuði fyrir litadýrð á nöglunum. Það skemmir heldur ekki fyrir að maður borgar innan við 3.000 krónur fyrir hand og fótsnyrtingu wink Það er því komið upp í vana hjá mér að taka kósýkvöld einu sinni í viku vopnuð naglalakkaeyði, þjölum og nýju naglalakki yes

Naglalakkasafnið mitt óx hratt á meðan ég bjó í LA því það var svo auðvelt að kippa með sér 1-2 naglalökkum á innan við 500 kall þegar maður skrapp í Target. Lökkin hrúguðust upp í skúffunum hjá mér og þörfin fyrir betri hirslu varð meiri og meiri. Á sama tíma og ég keypti snyrtivöruhirsluna góðu þá fjárfesti ég því í naglalakkastandi í svipuðum dúr. Ég hélt reyndar að ég væri að kaupa stand sem væri í svipaðri stærð og A3 blað og brá pínu þegar pósturinn kom með kassa sem var stærri en stærsta ferðataskan sem ég var með! Einhvernveginn náðum við að blikka fólkið í Jet Blue innrituninni á LAX til þess að hleypa okkur með þetta frítt í gegn sem þriðju töskuna í stað $75 aukagjalds. Það hefði verið grátlegt fyrir stand sem kostaði bara $30 wink

Á vætusömu laugardagskvöldi fyir nokkrum vikum tók ég svo sívaxandi naglalakkasafnið mitt í gegn og raðaði því fallega í hirsluna.

  

Hillan góða komin upp á vegg inni á baði.

Búið að flokka lökkin gróflega - Sally Hansen, OPI og Sinful Colors eru þau lökk sem ég kaupi mér oftast núorðið.

Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég ætti svona mörg Sally Hansen lökK! Ég ætti að vera á prósentum...

Sinful Colors lökkin kosta $1.99 í Target og eru til í öllum regnbogans litum.

  

Meistaraverkið orðið klárt!

Litaröðuð naglalökk - ekki leiðinlegt fyrir skipulagsfríkið!

Ég er bara mjög sátt við útkomuna - standurinn hefði eiginlega ekki mátt vera minni svo að það sé pláss fyrir ný lökk. Þetta verður líka ekki eins fallegt ef standurinn er troðfullur. 

Ég mæli með Amazon eða Container Store fyrir þá sem vilja taka til í snyrtidótinu sínu, það er SVO mikið af sniðugum lausnum til. Það er líka svo margfalt betra að hafa dótið sitt sjáanlegt og þurfa ekki að róta í skúffum og körfum eftir því sem maður er að leita að wink

NORTH WEST

Kardashian veldið er frekar magnað - ég sló "Blue Ivy" inn í Google og upp komu 123.000.000 niðurstöður. Næst sló ég "North West" inn í Google og upp komu 1.720.000.000 niðurstöður. Tæpir 2 milljarðar! 

Bandaríkjamenn hafa beðið óþreyjufullir eftir fyrstu myndinni af North og slúðurblöðin hafa ítrekað boðið Kim&Kanye allt að 3 milljónir bandarískra dollara fyrir einkarétt á fyrstu myndunum. 

Samskiptamiðlar fóru því nánast á hliðina í gær eftir að fyrsta myndin af North West leit dagsins ljós í fjölmiðlum vestanhafs. Kanye West "frumsýndi" myndina í lokaþætti KRIS - sem er spjallþáttur sem mamma hennar Kim Kardashian hefur verið að reyna fyrir sér með. Vel spilað hjá þeim hjúum - þetta mun að öllum líkindum verða til þess að Kris fær að halda áfram með spjallþáttinn sinn en FOX tók þáttinn til prufu í sex vikur. Áhorfið hefur verið upp og niður en hefur mjög sennilega skotist lengst upp í þessum lokaþætti. Svo má dæma um hversu siðlegt/siðlaust þetta útspil hjá þeim K&K var - ég verð allavega að játa að ég var orðin spennt að sjá framan í þetta margumtalaða barn wink

Skömmu síðar birti Kim myndina á instagram og eftir það flaug myndin eins og eldur í sinu vítt og breitt um internetið:

360 milljóna króna mynd ? wink

Kanye sýndi áhorfendum KRIS að auki nokkrar aðrar myndir úr safni parsins, þar á meðal þessa mynd en parið gefur sig út fyrir að vera miklir skóunnendur:

Þáttinn í heild sinni má sjá á youtube síðu The Kris Jenner Show.

DEAR MR CAMPBELL

Nýtt lookbook frá meistara Jeffrey Campbell var að detta í hús. Ég er alltaf jafn hrifin af lookbook-unum frá JC - skemmtilega stíliseruð og frekar grófur og grungy fílíngur í gangi.

Nöfnin á skónum eru merkt neðst í horninu á myndunum fyrir áhugasama.

Skemmtileg pæling að smella barbie hausum inn í hælinn á Icy skónum. Sjálf er ég hrifnust af Scully skónum enda gullfallegir og með uppáhalds haust trendinun mínu - ná hátt upp á ristina.

Ég er hinsvegar ekki búin að gera upp við mig hvað mér finnst um þennan grófa botn sem er einkennandi í gegnum lookbookið. Hann minnir mig hættulega mikið á Cheap Monday Monolit skóna sem voru allsráðandi sumarið 2011 hjá Solestruck og fleiri verslunum. Ég er því ekki alveg nógu sátt við þessa leið hjá mínum uppáhalds hönnuði - ég hefði viljað sjá örlítið meiri nýbreytni. Ég er orðin of góðu vön þar sem hann hefur stanslaust sent frá sér hvert meistaraverkið á fætur öðru síðustu 3 árin.

Fallegt lookbook engu að síður og verður gaman að sjá haustskóna detta inn eina af öðrum wink

NASTY GALS DO IT BETTER

Ég er svo hrifin af Nasty Gal vefversluninni - eins og ég hef áður komið inn á.

Ég leyfði sjálfri mér að panta dágóða sendingu frá þeim á meðan ég var í LA:

Hvítur bolur sem passar við allt sem er upphátt - þýðir samt ekki að fara út að borða í honum nema maður láti sér nægja eitt salatblað. Foodbelly fer ekkert sérstaklega vel saman við þennan bol wink

Fullkomnar peplum buxur sem mig er búið að langa í lengi lengi. Ég er komin með nett ógeð af peplum á bolum og pilsum en þetta finnst mér geggjað! Ég varð jafnframt enn sáttari þegar ég fékk buxurnar í hendurnar og mátaði þær því þær eru úr smá stretchy efni svo að þær eru mjög þægilegar í þokkabót.

Gullfallegt gult pils sem er fullkomið í sniðinu. 

Maxi kjóll með skemmtilegum áherslum.

Fáránlega flott og öðruvísi pils - það er mun skærara heldur en það virðist á myndinni. Það er hálf gegnsætt svo það er smá áskorun að dressa það upp en mér finnst það geggjað við t.d. samfellu og sokkabuxur.

Svartur toppur með pínu peek-a-boo á hliðunum wink

Hvítur loose-fitted sumarkjóll. Á eftir að finna gott tilefni til að nota þennan wink

Svart og hvítt pils með skemmtilega zik-zak sniðinu.

Ég er svo sátt með þessi kaup - hver einasta flík passaði fullkomlega og ég sé fram á að nota allar þessar flíkur mikið. Og er í raun strax byrjuð:

  

Svarthvíta pilsið fékk að koma með í kokteilakvöld í Santa Monica í lok júlí.

  

Græna pilsið er á hraðri uppleið á uppáhalds listanum mínum.

  

Svarti bolurinn og pilsið góða á frænkurölti í Brooklyn heart

  

Svarti toppurinn og gula pilsið á árshátíð menntaskólahópsins í gær.

Næstu kaup munu þó vonandi innihalda eitt skópar þar sem NastyGal er með svo skemmtilegt úrval af skóm frá t.d. Jeffrey Campbell, Steve Madden, Miista og UNIF. 

Fyrir þær ykkar sem ætlið að leggja í ykkar fyrstu NastyGal kaup þá langar mig þó að vara aðeins við stærðunum. Ég myndi segja að stærðirnar séu frekar stórar en eftir að hafa lesið nokkur reviews á netinu ákvað ég að taka áhættu og panta allt í frekar litlum stærðum. Ef þið eruð t.d. á milli stærða myndi ég alltaf mæla með minni stærðinni. 

Endilega kíkið á NEW ARRIVALS hjá Nasty Gal - þetta er svo skemmtileg verslun!

Síða 5 af 20 síðum ‹ First  < 3 4 5 6 7 >  Last ›

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

@aglaf
#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook