JEFFREY CAMPBELL SKÓKAUP

Ég fjárfesti í tveimur gullfallegum JC pörum í Boston. Bæði svört ökklastígvél og bæði keypt hjá Urban Outfitters - hinsvegar mjög ólík:

Jeffrey Campbell Feria

  

  

Jeffrey Campbell Oriley

  

  

Svo ótrúlega falleg og vönduð - þetta ætlar bara ekki að hætta að vera uppáhalds hönnuðurinn minn.

  

Hlakka til að raða saman dressum við þessi skópör heart

BOSTON BABY

Ég er stödd í yndislegu Boston með einni af mínum bestu. Lífið leikur svo sannarlega við okkur.

Gærdagurinn var tekinn snemma með amerískum morgunverði, starbucks frappó, búðarrápi á Newbury (og heljarinnar hláturskasti í H&M), stund á milli stríða úti í sólinni á kaffihúsum Newbury, tapas dinner downtown og nokkrum danssporum á næturklúbbum borgarinnar.

  

  

  

  

Við erum duglegar á instagram - @aglaf

Hér í Bostonlandi er hinsvegar kominn tími á morgunverð og manicure+pedicure - sendum kveðjur til ykkar yfir hafið!

SHOESHOPPING

Ég og ein af mínum bestu tókum kvöld að mínu skapi í síðustu viku, vopnaðar sitt hvorri tölvunni og kreditkorti.

Internetkaup eru með því skemmtilegra sem ég geri yes

Eftir akkúrat viku verðum við stöllur nefnilega staddar í Boston í heljarinnar afslöppun eftir langa og stranga vinnutörn hjá okkur báðum. Ég get ekki beðið eftir endurfundum við Newbury verslunargötuna, afslöppun uppi á hótelherbergi, manicure og pedicure, Cheesecake Factory, Starbucks Frappó og síðast en ekki síst - girl talk út í eitt. 

Ég er rétt í þessu að gera það upp við mig hvaða skó ég á að velja mér frá F21, skóúrvalið hjá þeim er í betri kantinum þessa stundina:

  

  

  

  

  

Það verður ljúft að bæta nokkrum pörum við skósafnið heart

NAILS: NICE AND NEED TO HAVE

Nail accessories er eitthvað sem ég á einhvernveginn aldrei nóg af.

Þegar ég gerist svo heppin að komast í Target, CVS eða sambærilegar verslanir tek ég mér alltaf dágóðan tíma í að gramsa í nagladeildinni og enda oftast nær með nokkur naglalökk og eitthvað nýtt og spennandi nagladót í farteskinu. Ég tók saman smá lista yfir það sem ég hef sankað að mér á síðustu mánuðum. 

NEED-TO-HAVE:

1. Gott undir og yfirlakk - mjög nauðsynlegt að eiga fyrir naglalakkaskvísur eins og mig. Mér finnst undirlakkið vera sérstaklega nauðsynlegt til að forðast gulleitar neglur eftir naglalökk í dekkri kantinum. Ég er ekki eins dugleg við það að skelli yfirlakkinu á (aðallega vegna þess að ég er óþolinmóða týpan sem hefur ekki tíma til að bíða eftir að það þorni) en þegar ég vil að lakkið haldist lengi á þá nota ég það hiklaust. Sally Hansen er minn "vinur-í-glæpum" þegar kemur að nagladóti en ég nota þessi 3 undir og yfirlökk frá Sally mjög mikið. Double Duty og Ultimate Shield eru bæði mjög þægileg því þar færðu bæði undir- og yfirlakk í sama glasinu. Triple Strong glasið nota ég þegar neglurnar mínar eiga það til að rifna og klofna en þetta lakk styrkir neglurnar og byggir þær upp.

2. "No More Mistakes Manicure Clean-Up Pen - algjör snilld frá Sally Hansen og fæst í flestum drug stores. Þetta er í raun bara pensill með naglalakkaeyði sem er þægilegt að nota ef það hefur farið naglalakk útfyrir einhversstaðar. Í dag þá stressa ég mig ekki á því að setja naglalakkið fullkomlega á heldur lakka mig eldsnöggt og fer svo bara eina umferð með penslinum í kringum nöglina þegar lakkið er næstum þornað.

5. Express Remover - nýja uppáhalds snyrtivaran mín og algjör lifesaver fyrir þær sem skipta oft um lakk. Þetta er víst búið að vera til í mörg ár en ég uppgötvaði þetta fyrst bara fyrir nokkrum mánuðum. Það er ekki bara tímasparnaður sem fylgir þessari snilldarvöru heldur líka það að liturinn fer ekki útum allt þegar þú ert að taka hann af. Ég lenti alltaf í því þegar ég var að vesenast með naglalakkaeyði og bómul að liturinn fór yfir hálfan fingurinn á mér þegar ég var að reyna að nudda honum af nöglinni. Fyndið líka hvað þetta er sáraeinfalt - naglalakkaeyðir og svampur í dós og eina sem þarf að gera er að stinga fingrinum ofan í svampinn og snúa í 1-2 hringi og voila - lakkið er farið af.

  

NICE-TO-HAVE:

3. Nail art pen - ótrúlega skemmtileg viðbót við naglalakkasafnið. Ég mæli með þessu fyrir þær sem hafa gaman af því að dúlla sér við naglaskreytingar en þetta er líka gott að nota ef manni langar í french manicure með svartri rönd.

4. French manicure kit - sniðugt fyrir þær sem fíla french manicure. Í þessu kitti er allt sem þarf: undirlakk, hvítur penni og ljósbleikt gegnsætt yfirlakk.

6. Magnetic nail color - nýung frá Sally Hansen. Metallic naglalakk með mjög frumlegum fídus: þú berð lakkið á neglurnar og notar svo segul í lokinu til að koma skemmtilegri áferð á neglurnar. Ég verð eiginlega að skella inn myndabloggi næst þegar ég set þetta lakk á mig en þetta er líka sýnt inni á Sally Hansen Youtube síðunni.

7. Skemmtileg yfirlökk - Crackle lakkið frá Sally Hansen og glimmerlakk frá F21. Crackle lakkið kemur með cracked yfirbragð á neglurnar og glimmerlakkið er skemmtileg viðbót þegar manni langar að vera sérlega glamorous wink Ég nota glimmerlakkið oft í bláendana (efst) á nöglunum og hrúga þá dágóðum slatta þar og læt það svo fade-a niður á við.

8. Chanel yfirlakk fyrir matta áferð - ein af mínum uppáhalds naglavörum eins og ég hef bloggað um áður. Gefur öllum naglalökkum matta og fallega áferð.

9. Naglalakkalímmiðar - hljómar frekar ómerkilega en þetta er mjög fljótleg og þægileg leið til að setja á sig nagla"lakk". Þú setur límmiðann einfaldlega á nöglina og þjalar límmiðann þar til að hann er í sömu stærð og nöglinn. Ekkert undir- og yfirlakksvesen og enginn tími sem fer í að bíða eftir að lakkið þorni! Eini gallinn er að einn svona pakki kostar á við 2 naglalökk og hver pakki dugar bara fyrir eina ásetningu.

  

Annað sem ég mæli með fyrir naglalakkaskvísur er góður handáburður (þar sem naglalakkaeyðirinn á það til að þurrka hendurnar verulega upp) og góð B vítamínblanda fyrir sterkara hár og neglur yes

LA MEETS ICELAND

Þá er enn einni útlendingaheimsókninni senn að ljúka. Ljósmyndarinn & leikstjórinn sem lentu á klakanum "straight out of Hollywood" fyrir viku síðan snúa aftur til heimahaganna á morgun eftir viðburðaríka dvöl.

Yndislegir dagar að baki og ég er eitthvað svo uppfull af þakklæti fyrir alþjóðlega vinahópinn minn þessa dagana heart

Þetta er svo magnað - þegar ég flutti aftur heim til íslands og kvaddi LA vinahópinn minn með tárin í augunum lofuðu allir því að heimsækja mig við fyrsta tækifæri. Ég tók þeim loforðum með miklum fyrirvara en mér til mikillar gleði (og undrunar) hafa nú flestir af mínum nánustu vinum staðið við orðin stóru. Á síðastliðnu ári hef ég fengið hvorki meira né minna en 7 vini í heimsókn og er búin að hitta restina á ferðalögum mínum um Bandaríkin. 

Ég hef ekki tímt að taka upp tölvuna undanfarna viku og blogga en nú sný ég aftur tvíefld - eitt af meistara markmiðum mínum var að gefa mér meiri tíma í skópælingar og blogg yes Ég hvet hvern og einasta að leggjast í sjálfsskoðun og komast að því hvað virkilega veitir ykkur ánægju og gleði og leggja þá áherslu á að gefa ykkur tíma fyrir þessa hluti. Hljómar sjálfsagt en ég hef oft staðið mig að því að eyða tíma í eitthvað sem mér finnst ekkert sérstaklega skemmtilegt. 

Lífið er stutt og dýrmætt heart

FRIDAY FUNDAY

Ég átti svo skemmtilegt kvöld á föstudeginum fyrir viku. 

Vinnudeginum lauk snemma og við Icelandair fjölskyldumeðlimir slúttuðum viðburðarríkri vinnuviku með kampavínsdreitli. Því næst lá leiðin í vísindaferð niður á Íslensku Auglýsingastofuna - ótrúlega gaman að fara í vísindaferð þrátt fyrir að háskólagöngu manns sé formlega lokið. Þar spjallaði ég við gesti og gangandi, tók aðra skál með vinnufélögunum, hló og hafði gaman. Á meðan gleðin stóð sem hæst lappaði ég upp á varalitinn og hljóp í "þarnæsta hús" þar sem Trendnet fagnaði árs afmæli, nýjum snillingum á blogginu ásamt nýju útliti.

**Myndir fengnar frá Vísi - http://visir.is/trendnet.is-fagnar-/article/2013130929735

Gaman að fagna þessum flotta áfanga með Svönu okkar heart

Föstudagar eru mínir uppáhalds dagar! 

KNOCK OFF BLURRED LINES

Árið 2010 mætti ég galvösk á Canal Street í New York, vopnuð seðlum og í samningaham. Ég var búin að lesa fjölmargar greinar um do's and dont's, hvernig sölumenn bæri að forðast, ráðleggingar varðandi prútt og hvað bæri almennt að varast. Ég rölti upp úr Subwayinu og ein þekktasta gata Soho hverfisins blasti við mér í allri sinni dýrð. Ójá - nú skyldi ég eignast mitt fyrsta knock-off veski.

Einn af fyrstu sölumönnunum sem gaf sig á tal við mig sýndi mér mynd af álitlegu Chanel veski svo ég ákvað að hlýða "follow-me" fyrirmælum hans og trítlaði hálfskjálfandi á eftir honum. Hann var stór og luralegur og það stórstígur að ég þurfi að skokka á eftir honum eftir dimmri hliðargötu út frá Canal Street. Hann gekk að lítilli verslun sem leit út fyrir að vera lokuð og hleypti mér þar inn og læsti á eftir okkur.  Öll ljós voru slökkt og búið að breiða plast yfir sólgleraugu, snyrtivörur og aðrar söluvörur sem voru uppstilltar meðfram veggjunum. Luralegi sölumaðurinn gengur að veggnum á móti inngangnum í verslunina og þar sér móta fyrir "leynihurð" sem hann opnar og skipar mér með handabendingum inn um. Þar taka við langir, dimmir gangar og tröppur ýmist upp og niður og enn fleiri gangar. Á þessum tímapunkti var ég þokkalega þakklát fyrir það að þáverandi kærastinn minn hafi ekki tekið það í mál að ég færi ein í þennan verslunarleiðangur wink Við enduðum loks í bakherbergi sem var uppfullt af fake Chanel, Louis Vuitton, Michael Kors, Prada og fleiri merkjum - í allri sinni dýrð. Ég horfði stóreygð í kringum mig, uppfull af valkvíða en herti svo upp hugann og hugsaði með mér "ég er að flytja til LA, ég tek bara Lauren Conrad á þetta og skelli mér á klassískt Chanel". Hálftíma síðar var ég sest aftur í Subwayið með lítið sætt Chanel knock-off í svörtum poka, 40 dollurum fátækari en með stórt bros á vör.

  

  

  

Nákvæmlega 3 árum síðar var ég mætt aftur á sama stað í svipuðum hugleiðingum. Í þetta skiptið var ég þó orðin stórborgarmanneskja með meiru og fake Chanel veskið mitt orðið úr sér gengið, eftir að hafa heldur betur fylgt mér vítt og breitt um Bandaríkin. Ég var komin með mastersgráðu í farteskið og orðin vinnandi dama í góðri stöðu. Ég fussaði því yfir fake veskjum frá lower-end merkjum eins og Michael Kors og Marc Jacobs enda sjálf nýorðin stoltur eigandi að MK veski. Einhvernveginn hafði þessi blurred lína á milli þess sem er samþykkt og ósamþykkt í huga mínum hækkað um nokkur stig. Það sem var hinsvegar ennþá samþykkt hjá minni siðferðiskennd var að upgrade-a Chanel veskið mitt og fara yfir í almennilegt fake. Ég tók nákvæmlega sama leikinn nema hvað ég var orðin örlítið reyndari í prúttinu (eftir t.d. svipaðann leiðangur í krimmaveldinu Mexíkó) og náði því að fá þetta "betra fake veski" á sama díl og ég hafði keypt hitt veskið 3 árum áður.

Málið er - að í þetta skiptið var ég með eitthvað óbragð í munninum yfir þessu öllu saman. Um leið og ég var komin með svarta plastpokann í hendurnar og orðin 40 dollurum fátækari stökk mér ekki bros á vör eins og um árið. Veskið var fallegt - á því lék enginn vafi, en það var einhvernveginn stimplað inn í hausinn á mér að það var fake og að ég væri að gera eitthvað rangt. Áhugavert hvernig viðhorf og samviska getur breyst á 3 árum.

Hér sit ég líka og get endalaust gagnrýnt stelpur sem kaupa sér Jeffrey Campbell eftirlíkingar því í mínum huga er það fráleitt, fyrir skó sem eru ekki það dýrir til að byrja með. Á sama tíma valsa ég um Canal Street og versla mér fake veski því það er einhvernveginn réttlætanlegra í mínum huga ? Þessar blurred línur milli þess sem er ásættanlegt og ósættanlegt eru svolítið magnaðar. Og sennilega mjög mismunandi á milli manna.

  

Þess má geta að nýja "Chanel" veskið hangir ósnert við hlið forvera síns sem fékk heldur betur að sjá heiminn. broken heart

EMMY’S 2013

Emmy's hátíðin var haldin í 65. skiptið í Nokia Theatre, síðasta sunnudagskvöld (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma). Hátíðin var að venju haldin í Nokia Theatre í miðborg Los Angeles.

Ég hef sérstakt dálæti á Emmy's þar sem ég sat þar á fremsta bekk eitt skiptið og horfði á gesti hátíðarinnar streyma að rauða dreglinum. Kjólarnir í fyrra voru ótrúlega litríkir og skemmtilegir svo að ég var mjög spennt að sjá hvernig árið í ár yrði. Ég sat því límd við ipad skjáinn minn sl. sunnudagsnótt þegar ég átti að vera löngu komin í draumalandið og refreshaði helstu fréttamiðlana stöðugt svo ég gæti fylgst með "Red Carpet Arrivals" wink LA vinur minn poppaði einmitt upp á facebook spjallinu og sagði "Ég veit að klukkan er alltof mikið á Íslandi - þú hlýtur bara að vera að horfa á red carpet á Emmy's". Þeir þekkja brjálaða Íslendinginn sinn inn og út þessar elskur heart

Það sem bar hæst á góma í ár voru brúðakjólasnið, sem mér fannst áhugavert. Stjörnurnar streymdu að í kjólum í prinsessu- og hafmeyjusniði og litir kvöldsins voru dumbrauður, fjólublár og hvítur.

  

  

  

Brooke Burke og Julianna Margulies voru flottar í black and white þema:

  

Af öllum hvítu kjólunum á hátíðinni þá stóðu tveir upp úr hjá mér. Báðir semí 90's inspired og skreyttir með fallegum gullituðum skartgripum:

  

Taylor Schilling (Orange is the new Black) í Thakoon kjól og Stuart Weitzman hælum.

  

Padma Lakashmi (Top Chef kynnirinn) í Kaufman Franco kjól. Kjóllinn er reyndar ljós ljósblár en ekki hvítur.

Maria Menounos var með mjög klassískt og flott heildarlúkk og ég var rosa skotin í hárgreiðslunni hennar, látlausri fléttu sem var samt svo fínleg við dressið hennar:

  

Blúndur virtust líka vera vinsælar á rauða dreglinum og mér fannst þessar tvær taka skemmtilegan snúning á því þema:

  

En það dress sem stóð klárlega upp úr hjá mér var hún Julianne Hough í kjól frá Jenny Packham.

  

Mér finnst þetta lúkk gjörsamlega geggjað og langflottast af öllum dressunum í ár. Liturinn á kjólnum, sniðið, rómantíski fídusinn, hárgreiðslan - Julianne fær 10 stig frá mér í ár. Eina sem ég hef út á hana að setja er að ég sé ekki í hvernig skóm hún er wink Las reyndar að hún hefði verið í Jimmy Choo hælum .

Það eru ennþá tæpir 4 mánuðir í Award Season - gaman að fá smá kikkstart með Emmy's wink

THE LITTLE THINGS IN NYC

Ég endaði sumarfríið mitt á endurfundum með bestu frænku í New York. Í hvert einasta skipti sem ég fer til NY þá upplifi ég nýja hlið á borginni og fell ennþá meira fyrir henni. Fjölbreytileiki er einfaldlega það sem selur mér - þess vegna er ég væntanlega svona hrifin af LA.

Tók saman smá lista yfir litlu hlutina sem gera borgina svona skemmtilega. Svona var mín upplifun af NY í sumar smile

  

Brooklyn, frænkuknús og Blue Moon í krukku með appelsínu - ohh svo góð blanda heart

  

  

Yndislestur í Central Park í ljósaskiptunum með stórborgina í augnsýn. Epli og hnetusmjörs-dipp í nesti (go-to-snackið í NYC).

  

Endurfundir á vætusömu þriðjudagskvöldi með besta vini mínum úr USC - sem er orðinn jakkafataklæddur og háttsettur New Yorkari. Átum á okkur gat í West Village og hittum svo sports producer fyrir Atlanta Braves á næsta kaffihúsi. Ég kynnti mig og reif af honum derhúfuna,enda vel merkt mér wink 

Morgunmatur á næsta götuhorni í Brooklyn - pappírslagðir dúkar og litir að hætti Parísarbúa.

Í Brooklyn heimi kaupir maður mat, nauðsynjavörur og bjór hjá kaupmanninum á horninu. Léttvínið fær maður í sérstakri léttvínsverslun, handan götunnar. Þar er vínunum raðað eftir verði og cross-referencað eftir bragði. Þar eignast maður líka þeldökka hressa vini sem vilja gefa manni heiminn heart

  

Ground Zero í hellidembu. Nýir minnisvarðar með nöfnum þeirra sem létust vegna hryðjuverkanna 11. september 2001.

  

Á Manhattan drekkur maður Cosmopolitan eftir langa daga - svo segir Carrie Bradshaw.

  

Sushi Samba í West Village í NYC - falleg loftljós, framandi matur og sennilega flottasta almenningssalerni sem ég hef séð.

Krúttleg kaffihús og pínulitlir barir á hverju götuhorni í Brooklyn. Eftir korter á barnum á næsta götuhorni höfðum við eignast tvo nýja vini - hressa DJ-píu sem var nýflutt frá LA til NY og rithöfund sem kom í mat til okkar kvöldið eftir wink Svona er lífið síbreytilegt og skemmtilegt í The Big Apple heart

  

Það er tvennt sem maður sér nóg af í NY - hot dog stands og lögreglumenn. Með byssur.

Hamborgarar, bjór og storytelling í góðra vina hópi úti í kvöldkyrrðinni í Brooklyn.

  

Frænka mín býr í gettóinu í Brooklyn, nánar tiltekið í Bed-Stuy (eins og Lil Kim syngur svo eftirminnilega um í laginu "Put your lighters up"). Það var áhugavert að fylgjast með þróuninni á fólkinu í Subway-inu eftir því sem við nálguðumst okkar stoppistöð. Við skárum okkur virkilega úr og vorum alltaf ljósastar á hörund á meðal lestarfarþega wink

"I come from Bed-Stuy, niggas either do or they gon' die
Gotta keep the ratchet close by
Someone murdered, nobody seen, nobody heard it
Just another funeral service
Niggas will get at you, come through shinin' they yap you
In broad day light kidnap you
Feds get clapped too, police stay on us like tattoos
....
Now put ya lighters up
Bed Stuy put ya lighters up
New York put ya lighters up
....."

  

Gamlir góðir símaklefar á Lower East Side, quality time með BFF Lauren Conrad og afslöppun á krúttlegasta kaffihúsi sem ég hef séð.

  

  

Ég eyddi heilum eftirmiðdegi ein að spóka mig á Manhattan þar sem ég rölti um og fylgdist með hraðanum og orkunni, uppgötvaði litlar krúttlegar vintage verslanir í hliðargötum og drakk í mig stórborgina í gegnum öll skynfærin. Um 5 leytið flykktust jakkafataklæddir menn og prúðbúnar konur út úr háhýsunum og inn á bari og kaffihús borgarinnar í happy-hour. Allir staðir þéttsetnir.

Mér tókst að ramba inn á Messeca stúdíóið, sem er eina Messeca showroomið í heiminum. Það er lokað almenningi en en mér tókst samt sem áður að kjafta mig inn í bygginguna en kom því miður að lokuðum dyrum, mér til mikillar gremju. Þá var starfsmaðurinn víst nýbúinn að skella í lás og fara heim :(

  

Þetta er eins nálægt og ég hætti mér að kaffidrykkju - Decaf mocha cookie crumble frappucino á Starbucks á JFK flugvelli. Mín ánægð með drykkinn en með sorg í hjarta yfir því að vera að yfirgefa hitt heimalandið mitt.

Elsku New York - until next time wink Hlakka til að sjá hvaða hluti ég fæ að upplifa næst!

FALL TRENDS TAKE 2

Það verður ekki þverfótað fyrir ökklastígvélum í hausttískunni. Þar sem mér finnst ekkert sérstaklega gaman að vera of plain þá fannst mér æðislegt að sjá aðeins öðruvísi útfærslu af ökklastígvélum en maður er vanur fyrir þetta haustið. Ég kýs að kalla þetta "cleavage-boots" eða ökklastígvél með skoru wink

URBAN OUTFITTERS

  

  

SOLESTRUCK

  

NASTY GAL

  

ZARA

  

Þessi hér að ofan til hægri frá Zöru eru uppáhalds. Verst að ég er alltaf á milli st ærða í skóm frá Zöru.

Skemmtilegt haust trend sem verður gaman að fylgjast með smile

Síða 4 af 20 síðum ‹ First  < 2 3 4 5 6 >  Last ›

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

@aglaf
#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook