HM & ISABEL MARANT

Gleðilegt ár elsku skóunnendur heart

Ég tók mér frí frá gjörsamlega öllu yfir hátíðarnar og snerti ekki við neinu tengdu vinnu eða tölvum frá Þorláksmessu og fram yfir áramót. Ég var búin að búa til lista af bíómyndum og heimildarmyndum til að horfa á þar sem ég gef mér aldrei tíma í svoleiðis og við systur lágum því tímunum saman eins og skötur og nutum þess að vera í kærkomnu fríi. Þetta voru virkilega ljúfir og afslappandi dagar - en á sama tíma var líka gott að komast í samband við umheiminn aftur í síðustu viku.

Ég átti yndislega daga í New York í nóvember þar sem ég meðal annars kíkti á samstarf HM og Isabel Marant. Ég lenti í New York á sama degi og fatalínan datt í hús og því var ansi tómlegt um að lítast í fyrstu HM búðinni sem ég heimsótti.  Langar raðir höfðu myndast fyrir utan helstu HM verslanirnar á Manhattan þennan dag en tískuunnendur höfðu beðið með mikilli eftirvæntingu eftir því að næla sér í flík úr þessu samstarfi.

Sem betur fer var búið að fylla á birgðirnar í næstu HM verslun sem ég rambaði á en fatalínan tók á móti mér í allri sinni dýrð um leið og ég steig inn í búðina:

Ég varð strax ástfangin af ákveðnu efni og munstri en átti mjög erfitt með að gera upp á milli þessara tveggja flíka:

Þá voru góð ráð dýr og ég endaði á því að hringja eftir neyðaraðstoð. Elskulega samstarfskona mín kom hlaupandi til mín úr Macy's (með troðfulla poka af fíneríi) og hjálpaði mér að taka lokaákvörðun. Við sammældumst um það að ég ætti fleiri en einar og fleiri en tvennar buxur í þessu sniði hér að ofan og að kjóllinn væri því sérstakari flík. Ég hef orðið sáttari og sáttari með ákvörðunina frá kaupunum en þessi kjóll er eitthvað svo einstakur í sniðinu. Uppáhaldið mitt er örmjóa "skoran" á bakinu.
Það er ekki laust við örlitla Kardashian stemningu í þessum kjól wink

Ég gjörsamlega elska þessi framtök hjá HM - að fara reglulega í samstarf við þekkta hönnuði og geta selt okkur tískusjúklingunum hönnunarvöru á viðráðanlegu verði. Ég hef keypt mér flíkur úr samstarfi HM við Vercace, Maison Martin Margiela og nú Isabel Marant og það er svo gaman að eiga nokkrar svona öðruvísi og vandaðar flíkur.

Ég hlakka til að sjá hvaða samstarf þeir kynna næst smile

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Happy new year, my fellow shoe-lovers heart

I got my Christmas outfit from a collection that Isabel Marant designed for HM. The collection hit stores in November and I was lucky enough to be in New York exactly around that time. This dress is so beautiful and unique - I just fell in love with the fabric and the pattern. I did have a hard time choosing between the pants and the dress above but in the end the dress felt more special. The design of it was simply too unique to bypass.

I adore these collaborations between HM and all these designers. I've got items from the collaborations with Vercace, Maison Martin Margiela and now Isabel Marant and these clothes have become the diamonds in my closet.

Simply can't wait to see who they will collaborate with next!

12 SHOES FOR 12 LOVERS

Listamaðurinn Sebastan Errazuriz sendi frá sér mjög frumlega en jafnframt sérkennilega skólínu nú á dögunum.

Línan kallast "12 shoes for 12 lovers" og samanstendur af 12 skópörum sem endurspegla hans fyrrverandi kærustur, hver á sinn hátt. Sebastian vann línuna í samvinnu við skófyrirtækið Melissu - sem er m.a. þekkt fyrir að vinna með Vivienne Westwood og Karl Lagerfeld. 

Sögurnar á bakvið hvert skópar eru misfallegar en Sebastian segir í viðtali við Core777:  "There’s a husband and a boyfriend that could be quite upset, but my stories have no real names and the photos don’t show any faces.”

Mér finnst þetta snilldarhugmynd  að innblæstri og skemmti mér konunglega við að lesa söguna á bakvið hvert og eitt skópar. Greyið maðurinn hefur greinilega upplifað höfnun oftar en einu sinni yfir ævina og virðist laðast að kolröngum píum. Það skín líka í gegn eftirsjá og greinilegt að maðurinn er ennþá ástfangin af nokkrum af þessum stúlkum. Mér fannst samt fyndnast að lesa um stúlkuna sem hann afmeyjaði og svo gerðist hún nunna. Hann er ekkert að fegra sannleikann blessaður wink

"HONEY" NATASHA

"JETSETTER" JESSICA

"CRY BABY" ALEXANDRA

"GOLD DIGGER" ALISON

"ICE QUEEN" SOPHIE

"GI JANE" BARBARA

"HEART BREAKER" LAURA

"HOT BITCH" CAROLINE

"THE VIRGIN" ANNA

"THE BOSS" RACHEL

"THE GHOST" VALENTINA

"THE ROCK" ALICE

Óháð sögunum á bakvið skóna þá finnst mér Laura og Sophie sjúklega flottir. Svo er pælingin á bakvið Rachel skóna líka ótrúlega skemmtileg.

Spurning hvort að einhverjar af okkur geti samsamað sig við einhverjar af þessum sögum ? Nó komment hérna megin wink

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

The artist Sebastan Errazuriz has created a rather peculiar shoeline, in cooperation with shoe company Melissa. The line is called "12 shoes for 12 lovers" and is inspired by his ex-girlfriends and "the ones that got away". Every pair comes with a description of the girl that the particular shoe is dedicated to. I had a blast reading through all the descriptions but I also felt for the poor guy - it's obvious that he falls for all the wrong girls and has had his heart broken more than once. He even managed to turn a virgin into a nun - at least he's not shy about his talents in bed! My favorite pairs are Laura, Sophie and Rachel. Can you relate to any of these stories ? wink

ASOS MANIA

Í dag er 25% afsláttur af ÖLLU hjá ASOS.

Til að nýta sér afsláttinn þarf að slá inn kóðann "GETGIFTS" undir "promocodes" við checkout. Smellið á myndina hér að neðan til að beintengjast ASOS smile

Einnig fylgir frí heimsending út um allan heim. 

Gildir aðeins í dag! Happy shopping heart

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

25% off everything at ASOS today. Use the promocode "GETGIFTS" at checkout and get free shipping worldwide as well. Only valid today so act fast!

MESSECA VISIT

Ég heimsótti Messeca stúdíóið (The Messeca Showroom) þegar ég var stödd í New York fyrir stuttu. Þetta er eina Messeca stúdíóið í heiminum og þarna gerast víst allir töfrarnir á bakvið Messeca. Verkstæðið, fundarherbergið, sýningarsalurinn að ógleymdum öllum skónum - þetta er allt saman staðsett í stóru stúdíó-rými á 9. hæð á 5th Avenue, í hjarta Manhattan heart

Sýningarsalurinn er ekki opinn almenningi en viti menn - bloggaratrompið og íslenska sólheimabrosið kom mér að góðum notum því að Messeca skvísurnar leyfðu mér að litast um og smella af nokkrum myndum. Ég hefði reyndar verið til í að vera fluga á vegg og sjá mig valsa þarna um - "like a kid in a candy store". Sennilega frekar skemmtileg sjón þar sem ég tók hverja andköfina á fætur annarri - agndofa af fegurðinni inni í þessu litla rými smile

Messeca New York veggurinn frægi - sem tekur á móti manni um leið og maður stígur út úr lyftunni.

Allir skór sem hafa komið frá hönnuðum Messeca. Þessir skór hafa því miður ekki allir ratað í framleiðslu þar sem sumir þóttu ekki nógu "practical". Ég hefði reyndar klárlega tilheyrt minnihlutahópnum sem hefði keypt marga af þessum skóm, enda ekki mikið fyrir að versla í mainstream deildinni.

  

Messeca Lenni og Messeca Arthur sem eru uppseldir allstaðar. Ég á Arthur skóna (til hægri) og þeir eru einir af mínum uppáhalds skóm.

  

Messeca Sasha til vinstri en til hægri eru skór sem Messeca framleiddi fyrir ShoeDazzle fyrirtækið.

Fegurð í öllum hornum. Þessi útsýnisrúntur minn var góð áminning um það afhverju Messeca er eitt af mínum uppáhalds merkjum.

  

Ég fyrir framan vegginn góða, með Messeca Morgan skóna í höndum mér (sjást reyndar illa á þessari mynd).

Toppurinn yfir i-ið var svo að skora like frá Messeca þegar ég skellti myndinni hér að ofan á instagram smile Það þarf víst ekki mikið til að gleðja lítinn skóálf frá Íslandi.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

I stopped by the Messeca Showroom in Manhattan during my last visit to New York. The Messeca girls were really nice and allowed me to look around for a bit and take a few (well - more than a few) pictures. It felt so special to stand in the only Messeca studio in the world - where all the magic behind Messeca takes place. There was a lot of beauty in this room since it was filled with gorgeous shoes in every corner. This was a reminder as to why Messeca is right at the top of my list of favorite brands - next to Jeffrey Campbell of course. To top it all off, the picture of me in front of the famous Messeca New York wall scored a like from Messeca on instagram. Oh, how little it takes to make one little shoegirl from Iceland a very happy girl heart

REBECCA MINKOFF SAMPLE SALE

Það skemmtilegasta sem ég geri þegar ég er stödd í New York er að vakna og halda út í daginn með nákvæmlega ekkert plan. Láta daginn gerast, ramba inn á skemmtilega New York stemningu og upplifa eitthvað óvænt.

Þannig var hugarfarið mitt þegar ég var stöd í stóra eplinu fyrir stuttu síðan. Ég var nýbúin að sjóða visa kortið mitt í Boston skömmu áður og þurfti því ekkert að stressa mig á neinum innkaupum. Ég var með tvö markmið fyrir ferðina - að fá mér Starbucks frappuccino og gera heiðarlega tilraun til að heimsækja Messeca stúdíóið.

Frappó markmiðið var í auðveldari kantinum þar sem Starbucks er á öðru hverju götuhorni í NY. Ég var því komin með frappó í hendurnar örfáum mínútum eftir að ég labbaði út af hótelinu og ákvað í ganni mínu að athuga á google maps hversu langt ég væri frá Messeca stúdíóinu. Google tilkynnti mér að ég ætti um 30 mínútna göngu fyrir höndum sem ég mér leist nokkuð vel á.

Það gerðist tvennt mjög skemmtilegt á leiðinni í stúdíóið - það fyrra fær að að vera umfjöllunarefnið í þessu bloggi smile

  

Nokkrum mínútum og hálfum frappó eftir að ég lagði af stað frá Starbucks rek ég augun í rauðan dregil og kaðla sem liggja að verslunarhúsnæði sem er framundan á götunni. Ég gef aðeins í gönguhraðann þar til ég sé það sem bíður mín blasa við mér í allri sinni dýrð:

  

Ójá - ég fékk ekki aðeins að vera ein af þeim fyrstu sem fékk að sjá samstarf H&M og Isabel Marant - ég var líka svo heppin að ramba inn á sample sale hjá Rebeccu Minkoff!

Það var ævintýri út af fyrir sig að fara þarna inn. Ég þurfti að setja töskuna mína og frappóinn í geymslu í anddyrinu áður en ég hélt inn í dýragarðinn sem þessi sample sale var. Hálfberar stelpur hvert sem ég leit að máta hinar og þessar flíkur, búnar að hamstra heilu fatahrúgurnar til að kaupa. Hrúgur af veskjum og skóm í stöflum á hríðlækkuðu verði, músíkin í botni og jakkafataklædd vöðvabúnt í hverju horni til að passa að enginn fingralangur kæmist í feitt.

Ég leit yfir fötin og sá margar mjög fallegar flíkur en ég er víst eins og ég er og var því komin að skódeildinni innan nokkurra mínútna. Allir hælaskór voru á $50 sem er hlægilegt verð fyrir skó frá þetta virtum hönnuði. Ég endaði á því að kaupa mér tvenn gullfalleg pör sem eru kannski ekki alveg í takt við veðrið sem geysar úti akkúrat núna.

  

 

Ég er jafnvel að spá í að gefa skít í þessar mínusgráður og skella mér í grænu skónum á jólafögnuð í vinnunni á föstudagskvöldið. Hallóóó frosnar tær! 

  

  

Fyrir utan það að gera góð kaup fannst mér þetta alveg stórskemmtileg upplifun. Hefði viljað smella nokkrum myndum af hysterísku stelpunum sem hoppuðu um salinn á g-strengjunum að hamstra föt en þá hefði ég eflaut ekki verið vinsæl hjá jakkafataklæddu vöðvabúntunum. 

Ef einhverjir hönnunarþyrstir lesendur verða staddir í New York í desembermánuði þá veit ég um tvær aðrar sample sales sem verða haldnar á þessum sama stað:

Alice & Olivia 10-15 desember næstkomandi.

Joie, 17-22 desember næstkomandi.

Sample sale upplifunin var mjög óvænt ánægja þrátt fyrir að frappóinn minn hafi verið alveg bráðnaður þegar ég sótti hann í geymsluna að þessu ævintýri loknu.

Ég held áfram með söguna af göngutúrnum mínum að Messeca stúdíóinu næst wink 

AÐVENTUFÖNDUR

Undanfarin ár hef ég gert mjög klassískan aðventukrans alveg eins og mamma mín kenndi mér að gera. Fallega hringlagaðan krans, umvafin greni og með fallegu gylltu&rauðu skrauti ásamt könglum og slaufum.

Mig langaði að gera eitthvað allt annað í ár, svona til að vera í takt við árið sem er að líða hjá mér. Ég tók því nokkra góða útsýnisrúnta á Pinterest í vikunni - þessir kransar rötuðu í favorties:

  

  

Þá mundi ég allt í einu eftir nýju fallegu bollunum mínum sem ég hafði ætlað fyrir jólakakóið á jóladagsmorgun. Fullkomnir fyrir tilvonandi aðventukrans og þar sem ég keypti alveg sex stykki þarf ég ekki að fórna kakódraumnum á jóladag.

Ég heimsótti Smáralindina til að kaupa það sem upp á vantaði og í gærkvöldi upphófst svo föndrið. Útkoman varð nokkurs konar blanda af kransi númer 2 og 3 hér að ofan smile

  

Fyrir utan bollana þá keypti ég svamp og greni í blómabúð og fallegu rauðu kertin fékk ég frá jólavininum í vinnunni. Svampurinn er skorinn þannig að hann passi inn í bollana og bleyttur svo að auðvelt sé að stinga kertunum og greninu í hann. Þannig haldast kertin líka alveg pikkföst í bollunum.

Fínu jólabollarnir smile

Þar sem ég átti nóg af greni og svampi ákvað ég líka að gera "mini" version af kransinum til að hafa inni í eldhúsi. Ég fann þessa fínu silfruðu kertastjaka í tiger og sérstök stutt kerti í Sostrene Grene. 

  

Svampurinn, kertin og grenið komið í bollana.

Báðir kransarnir tilbúnir smile Þetta tókst mér að galdra fram á innan við hálftíma sem er fínt fyrir óþolinmóða ó-föndrara eins og mig wink 

Gleðilegan fyrsta í aðventu heart

TJULL TREND

Það er eitthvað svo reglulega rómantískt við tjull ballerínupils..

  

  

  

  

  

Kannski af því tjull kemur svo oft við sögu í brúðarkjólum ?

  

  

Það er talið að tjullpils sem tískuvara hafi verið fundið upp af Patriciu Field, búningahönnuði Sex and the City þáttanna. Carrie valsar um í tjullpisli í upphafsstefi þáttanna eins og kunnugt er - en það tók víst dágóðan tíma að sannfæra framleiðendurna um að klæða aðalstjörnu þáttanna upp í tjullpils sem búningahönnuðurinn hafði fundið í outlet verslun á $5. Patriciu tókst þó að lokum að fá það í gegn með aðstoð Söruh Jessicu Parker sem sannfærðist strax um ágæti pilsins. Til allrar lukku sló þetta outfit heldur betur í gegn og hefur tjullpilsið upp frá því liggur við verið kennt við Carrie Bradshaw, enda klæddist hún slíku pilsi þó nokkrum sinnum í gegnum þáttaröðina.

  

   

Ein af mínum uppáhalds tískubloggurum, Blaire Eadie á Atlantic Pacific, birti um daginn myndir af sér í tjullpilsi og nokkrum dögum síðar sá ég þessi pils hvert sem ég leit á meðan ég valsaði um götur New York borgar.

  

Ég fór m.a. inn í Urban Outfitters verslun þar sem tjullpils og kjólar réðu ríkjum:

  

  

     

Ég hefði eflaust fjárfest í einhverjum af þessum pilsum/kjólum ef ég hefði ekki verið komin í verslunarbann eftir Boston ferð okkar vinkvenna fyrr í haust.

Ég á samt í ákveðnu love/hate sambandi við þessi tjull pils. Þau eru nefnilega mjög vandmeðfarin og geta verið jafn hallærisleg og þau eru falleg - t.a.m. hinir frægu tjull prom kjólar úr Wal-Mart wink Jafnframt á ég erfiðara með að sjá mig fyrir mér í svona pilsi á Íslandi. Það er bara eitthvað við þessi pils - sjarminn er farinn ef maður er ekki berleggja og léttklæddur að ofan.

Nær þetta trend inn fyrir landsteinana ?

REUNITED WITH NYC

Tonight is the night !

Í dag fæ ég ekki einungis að njóta þeirra forréttinda að vakna  á Íslandi en fara að sofa í einni af minni uppáhalds borgum - ég fæ líka að kíkja á flíkur úr samstarfi HM og Isabel Marant. 

Við vinnufélagarnir erum að fara í smá skreppferð til New York og það vildi svo skemmtilega til að samstarf HM og Isabel Marant dettur í búðir akkúrat í dag. Dagskráin mín fyrir kvöldið í kvöld er því ekki aaaaalveg sú sama og hjá vinnufélögunum - á meðan þau fara að kokteilast fyrir dinner ætla ég beinustu leið niður á 5th Avenue og taka góðan hring í H&M í tilefni dagsins.  heart

   

  

  

Um helgina stefni ég líka á að heimsækja ShoeHeaven, öðru nafni The Messeca Showroom á Manhattan. Þetta er eina showroom Messeca merkisins og ef ég er heppin verður Bridgette sjálf (hönnuðurinn á bakvið Messeca) á svæðinu svo ég geti spurt hana spjörunum úr - allt frá því að hún hóf ferillinn sem lærlingur hjá Jeffrey Campbell og þar til hún fór að hanna fyrir brasilísku hjónin sem stofnuðu Messeca.

Þetta verður allt saman skrásett á instagram - @aglaf

Góða helgi yes

COVER GIRL

Ég tók þátt í smá tískuinnleggi í Séð og Heyrt um daginn - kom mér skemmtilega á óvart að enda á forsíðunni:

  

Skemmtilegt hvað Séð og Heyrt er að fikra sig meira í átt að tískupælingum í stað eingöngu slúðurs. Uppáhalds slúðurblaðið mitt vestanhafs er einmitt blaðið Life&Style sem mér finnst vera hæfileg blanda af slúðri um fræga fólkið og umræðu um nýjustu tískutrendunum.

Í þessu viðtali nefndi ég þau trend sem ég tel að eigi eftir að vera hvað mest áberandi í vetur - stacked hringi, menswear, cutout ökklastígvél (cleavage stígvélin margumtöluðu), hnéhá stígvél, winter white flíkur ofl. 

Endilega kíkið í blaðið til að lesa allt viðtalið - í þessu innleggi voru ýmsir tískutöffarar teknir tali og þar á meðal góðvinkona mín hún Fatou og Helgi á Trendnet. Blaðið kom út í síðustu vikunni í október fyrir áhugasama yes

 

A UNIF TASTE OF HELL

Í byrjun árs 2012 kolféll ég fyrir UNIF HELLBOUND skónum, eins og ég hef áður talað um.

Núna, rúmlega einu og hálfu ári síðar - eftir miklar vangaveltur, samningaviðræður við visa kortið mitt og eftir að skórnir voru loksins restockaðir í svörtu, er ég orðinn stoltur eigandi. Ég lét mig hafa það að kaupa skóna í leðri en ég hefði hefði helst viljað fá skóna í rússkinni, eins og þeir voru upphaflega hannaðir. 

Ég pantaði mína af Nasty Gal sem eru alltaf með jafn smekklegar og skemmtilegar pakkningar. Það voru sko heldur betur jólin hjá mér þegar ég mætti upp á hótel í Boston og fékk þessar elskur loksins í hendurnar (á fæturna wink).

  

Það sem setti punktinn yfir i-ið var þegar ég fékk like frá UNIF á instagram eftir að ég póstaði myndinni hér að ofan til hægri - þá fékk mín heldur betur stjörnur í augun.

  

Það albesta við þessa skó er að þeir koma með þremur settum af reimum svo maður fær í raun 3 mismunandi skó yes Eins og er þá er ég hrifnust af winter white reimunum - þær fara líka svo vel við nýja winter white pelsinn minn sem ég fer varla úr þessa dagana wink

  

  

Setningin "Cause every tall girl needs a short best friend" hefur alltaf verið ein af mínum uppáhalds þar sem besta vinkona mín er 181 cm og ég ekki nema 161 cm. Það hefur því alltaf verið frekar kostulegt að sjá okkur valsa flissandi um hlið við hlið - báðar langt frá meðalhæð kvenna á íslandi wink Í þessum skóm á setningin hinsvegar ekki við lengur þar sem ég slaga hátt upp í 180 sentimetrana þegar ég er búin að reima þessa killer hæla á mig. 

Skórnir eru samt sem áður jafn þægilegir og þeir eru fallegir heart

Síða 3 af 20 síðum  < 1 2 3 4 5 >  Last ›

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

@aglaf
#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook