STÆRSTA SKÓDEILD Í HEIMI

Bandaríska verslunarkeðjan Macy‘s opnaði í dag (30. ágúst) stærstu skódeild í heimi í búð sinni á Manhattan í New York. Deildin er rúmlega 3.600 fermetrar og hefur til sölu yfir 280.000 skópör.

Stærð deildarinnar gæti virkað fráhrindandi fyrir einhverja skóunnendur en Macy‘s hefur þvert á móti lagt mikið upp úr því að hámarka upplifun viðskiptavina og tryggja gæði þjónustu. Opnun deildarinnar, sem er hluti af stærstu fjárfestingu sem fyrirtækið hefur lagt í frá upphafi, hefur í för með sér ráðningu 430 starfsmanna sem munu hafa það eina verkefni að stjana í kringum skókaupendur. Hver og einn starfsmaður verður vopnaður iPod Touch til að einfalda samskipti milli starfsmanna, flýta fyrir fyrirspurnum af lager og taka á móti greiðslum. Þetta tryggir aukna skilvirkni í kaupferlinu ásamt því að starfsmaðurinn þarf aldrei að víkja frá viðskiptavininum.

Viðskiptavinir geta einnig sótt sérstakt Macy‘s app sem leiðir þá í gegnum deildina. Miðað við stærð deildarinnar þá er þetta app sennilega hið mesta þarfaþing. Þá geta viðskiptavinir lagt frá sér innkaupapokana í miðju deildarinnar og bragðað á jarðarberjum og kampavíni.

Forstjóri Macy‘s segir nýju skódeildina vera lið í því að framfylgja stefnu fyrirtækisins, sem felst í því að tryggja endurkomu viðskiptavina. „The most direct route to a woman‘s heart is often through shoes. Loyalty starts with the shoe department. Once you get a woman in a shoe, it‘s over.“


Svo sannarlega orð að sönnu.

SKULL

Skull trendið hefur verið áberandi á síðustu mánuðunum..

 

Þar sem ég er og hef alltaf verið logandi hrædd við beinagrindur hef ég leyft þessu trendi að sigla framhjá og látið mér nægja að dást að því úr fjarlægð.

Svar Jeffrey Campbell við skull trendinu er hinsvegar mjög skemmtilegt.

Í stað spike mokkasína koma skull mokkasínur:

 

 

Veldu svo þann sem að þér þykir bestur **

 

MESSECA

Draumur skóunnandans er að uppgötva nýja og ferska skóhönnuði sem hafa farið fram hjá manni fram til þessa. Nýtt merki sem maður getur bætt við listann endalausa sem maður þarf að velja úr þegar maður leyfir sér endrum og eins að spreða örlítið meira en vanalega í fallega skó.


Ég hef við og við séð þessa skó á Solestruck síðunni en fór ekki að kunna að meta þá fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Þeir eru svo fallegir að ég er búin að lofa sjálfri mér að eins og eitt MESSECA par fái að fylgja mér heim frá LA í október. Spennandi að sjá hvort MESSECA skórnir séu eins þægilegir og þeir eru flottir.


Þá er það stóra spurningin – hvaða par hreppur vinninginn ?

 

 

 

 

 

Þess má geta að efstu tveir skórnir eru með feld á hliðunum - eitthvað sem ég tók ekki eftir fyrr en við nánari skoðun og er virkilega hrifin af.

MESSECA fæst á Solestruck síðunni. 

 

 

Síða 20 af 20 síðum ‹ First  < 18 19 20

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

@aglaf
#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook