TÍSKUBORGIN LA

Mikið er ég sammála Þórunni Ívarsdóttur, fyrrum LA nágranna mínum, um tískuna í LA.

     

Ég breyttist mikið á meðan ég bjó í LA. Fyrir LA dvöl var tíska eitthvað sem mér þótti gaman að pæla í við og við. Eftir LA dvöl var tíska ekki bara orðin innbyggð í mína daglegu hugsun heldur hafði skóáráttan náð hæstu hæðum.

Undir "Fróðleikur" má finna hinar ýmsu bandarísku skó-vefverslanir ásamt aðstoð við að finna réttar stærðir ef þið eruð í verslunarham á þessum fallega laugardegi.

Góða helgi : )

CUSTOMER SERVICE

Bara til að undirstrika það hvað Solestruck starfsfólkið eru miklir snillingar:

 Ég lenti í veseni með pöntunina mína afþví ég var að greiða með íslensku kreditkorti en senda á heimilisfang í LA. Í dag var síðasti dagur útsölunnar hjá þeim og allt ætlaði um koll að keyra hjá þeim vegna pantanafjölda.  Ég sendi þeim facebook message þar sem ég lýsi veseninu mínu og býst við að fá svar svona... 4 dögum seinna með þessu týpíska ameríska "Please accept our apologies... since the sale is over there is nothing we can do, please join in during our next sales event" blablabla. Reyndar bjóst ég ekki við að fá svar yfir höfuð fyrst ég sendi þeim facebook message en ekki email.

En neinei, ég fæ svar eftir 8 mín: "Engar áhyggjur, við reddum þér. Sendu bara pöntunina svona inn og við lögum. Takk takk"

Ég elska Solestruck, það er bara þannig.

Læt hér fylgja með stefnu fyrirtækisins:

 

HÁLSMEN

Það er síður en svo skortur á fallegum hálsmenum fyrir haustið hjá Topshop

    

    

    

 

Ég var svo heppin að finna þetta hérna í íslensku Topshop í Smáralind. Mjög geómetrískt og öðruvísi.

Mér finnst 3-D effektinn ótrúlega flottur þrátt fyrir að það sé pínulítið skrýtið að vera með útstandandi hálsmen : )

      

 

Sales night out

Systrakvöld í Hafnarfirðinum - Solestruck útsölur, kertaljós og kreditkort.

     

Ég er á bls. 1 af 96 á Solestruck útsölusíðunni og ég er með 11 Solestruck tabs opna. Þetta verður langt kvöld...

 

   

Útsölunni lýkur á morgun og ég mæli eindregið með því að þið verslið ykkur eins og eitt par. Þarna eru frábær skómerki á ferðinni fyrir lítinn pening.

Það fer hver að verða síðastur!

IPHONE

Ég hefði ekkert á móti því að vera fluga á vegg í San Francisco eftir nákvæmlega viku..

Apple hefur boðað til blaðamannafundar kl. 17 að íslenskum tíma og verður að teljast líklegt að nýjasti iphone síminn verði afjúpaður, eftir langa bið Apple aðdáenda. Apple hefur eins og vanalega haldið mikilli leynd yfir eiginleikum símans en skv. orðrómum þykir líklegt að síminn verði þynnri og skjárinn stærri, í líkingu við Samsung Galaxy S III símana. Hryllingssögur um minna port á símanum hafa einnig verið á kreiki, sem myndi leiða til þess að allar gamlar snúrur og aukahlutir myndu ekki ganga fyrir nýja símann. Hver veit.

Það sem er hinsvegar nokkuð víst er að eitt stykki glænýr iphone fær að fylgja mér heim frá LA í vetur. Og þá fer maður á fullt að spá og spegúlera í búning á þennan uppáhalds aukahlut. Er ekki við hæfi að kaupa iphone outfit fyrir alla daga vikunnar ?

        

        

        

Sum hulstrin eru svo sannarlega fumlegri en önnur. Ekki vill maður nú lenda í því að smyrja iphoninn sinn í misgripum.

Bandaríkjamenn hafa að sjálfsögðu einnig sett á markað lausn fyrir ástfangin pör:

Að lokum virðist ekki vera mikið framboð á iphone hulstrum fyrir skóunnendur. Hér er brot af því helsta:

        

 

Hvaða hulstur finnst ÞÉR flottast  ? 

 

ANDREIA CHAVES

Brasilíski skóhönnuðurinn Andreia Chavez fangaði athygli fjölmiðla víðsvegar um heiminn áður en hún útskrifaðist frá Polimoda Fashion Institue á Ítalíu árið 2010.

Andreia notar einstaka nálgun við skóhönnunina en hún notfærir sér óhefðbundin efni, mismunandi lögun, sjónhverfingar og stærðfræði ásamt nýjustu tækni við að skapa listaverk úr hverju skópari sem hún sendir frá sér.

  

„InvisibleShoe“ línunni var ýtt úr vör á tískuvikunni í New York í febrúar 2011 og hlaut mikið umtal í skó og tískuheiminum. Skórnir eru búnir til úr mörgum speglum sem gera eigandanum kleift að gera umhverfið að þátttakanda í heildarlúkkinu. Þar sem speglarnir á skónum gera þá að hálfgerðu kamelljóni falla þeir á skemmtilegan hátt inn í umhverfið og skapa skemmtilega sýn við hvert skref sem tekið er.

  

  

Andreia: „I am excited about the potential of what can be brought to footwear design as well as the cross-fertilization between the worlds of fashion, art, architecture and industrial design".

  

Mínir uppáhalds skór frá Andreiu kallast "NakedShoe". Þessir skór eru í raun speglalaus útgáfa af "InvisibleShoe". 

 

InvisibleShoe og NakedShoe fást á Solestruck en eins og við má búast kosta þeir nokkra hundrað þúsund kalla.

Ég hlakka mikið til að fylgjast með Andreia Chaves í framtíðinni - skóhönnuður sem notfærir sér verkfræðilega hugsun við innblástur og hönnun er svo sannarlega eitthvað fyrir mig.

 

ÚTSALA

Hvað gera skóunnendur á þessum vætusama mánudegi ? Þeir fara inn á Solestruck síðuna og versla sér fallega skó á útsölu. 

Snillingarnir hjá Solestruck eru með yfir 10.000 pör á útsölunni og senda frítt til Íslands fyrir pantanir yfir 150 dollurum. Muna að margfalda með ca 1,5x til að gera ráð fyrir tolli, skatti og tollþjónustu.

 

  

  

  

 

Happy shopping smile

SUNNUDAGUR TIL SÆLU

....sem þýðir nýir skór vikunnar

SIGNATURE HÁRGREIÐSLA

Amy Heidemann og Nick Noonan skipa hljómsveita Karmin. Þau kynntust í tónlistarnámi í Boston, stofnuðu bandið, trúlofuðu sig og urðu heimsfræg eftir að Ellen DeGeneres pikkaði upp youtube rásina þeirra. Þau eru dúllur.

   

Amy er ótrúlega skemmtileg týpa að mínu mati og fer sínar eigin leiðir burt séð hvað öðrum finnst. Hún er  frábær söngkona, enn betri rappari (ótrúlegt en satt) og best af öllu finnst mér signature hárgreiðslan hennar sem hefur slegið í gegn hjá ungum stúlkum víðsvegar um heiminn.

  

Amy: "My signature hairstyle is called the Karmin suicide roll. It's something that I have always loved from the 1940's era".

Á tónleikum hljómsveitarinnar má sjá stelpur í röðum með Karmin hárgreiðsluna enda hefur Amy verið dugleg við að pósta kennslumyndböndum á youtube fyrir aðdáendur sína. 

  

Fyrir áhugasama þá er eitt af fyrstu youtube myndböndunum þeirra turtildúfa hér

Fyrir þær sem vilja prófa "Karmin Suicide Roll" þá er hér kennslumyndband beint frá fagmanninum sjálfum.

 

JESSICA BIEL

Unnusta Justin Timberlake leit hreint ekki illa út á ESPY verðlaununum í Los Angeles í sumar. Skvísan mætti í banastuði á rauða dregillinn í hvítum Dior kjól og neon Nicholas Kirkwood hælum og sagði „I know the ESPY‘s are about sports and stuff but look at my shoes!!“

  

  

Í nýjasta tímaritinu af In Style viðurkennir Jessica að hún reiði sig frekar á tískuvit unnustans heldur en sitt eigið. Þar lýsir hún því hvernig Justin samþykki sjaldan fataval hennar í fyrstu tilraun og sendi hana stundum oftar en einu sinni til baka inn í herbergi að skipta um föt. Justin má  eiga það að ef hann sá um stíliserínguna á dömunni sinni fyrir ESPY verðlaunin þá fær hann prik í kladdann.

Hvort sem það er Justin eða Jessica sem á heiðurinn af múnderingunni þá er nokkuð augljóst að neon skór paraðir við hvítan kjól virðast falla vel í kramið hjá þeim hjúum en Jessica hefur á undanförnum vikum mætt þrisvar sinnum á rauða dregilinn í slíku dressi:

  

Uppáhalds dressið mitt er peplum kjóllinn hér að ofan. Hverjum datt í hug að það væri hægt að blanda saman skyrtu, peplum, fjöðrum, blúndu og neon og samt líta svona vel út ?

Síða 19 af 20 síðum ‹ First  < 17 18 19 20 > 

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

@aglaf
#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook