BOSTON LOVE

Evrópa og Bandaríkin hafa svo sannarlega sameinað krafta sína í yndislegu Boston. Borgin státar af sjarmanum frá Evrópu ásamt öllu því sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða - þar fer gott verðlag fremst í flokki. Hvað getur maður beðið um meira ? 

      

  

Ég rakst á tvær mjög athyglisverðar og skemmtilegar búðir þegar ég rölti Newbury verslunargötuna í kvöldsólinni.

Sú fyrsta heitir 433 og hefur að geyma samansafn af hinum ýmsu skemmtilegu merkjum. Af skómerkjum ber að nefna Chinese Laundry, Steve Madden,  Jessica Simpson ofl. Þessi verslun er ekki sú ódýrasta en þarna eru líka aðeins vandaðri og öðruvísi flíkur fyrir þá sem vilja ekki eiga sömu HM peysuna og annar hver Íslendingur wink Ég gat ekki farið tómhent úr 433 og fjárfesti í stórri og góðri ullarkápu fyrir veturinn ásamt mjög öðruvísi og skemmtilegum leðurjakka.

  

  

Kápan er frá BB Dakota - merki sem ég hef ekki rekist á áður en lofar mjög góðu.

Hin búðin er lítil skóverslun í kjallara íbúðarhúsnæðis á Newbury - John Fluevog. Þetta er mjög lítil og krúttleg búð með óvenjulega skó í anda Jeffrey Campbell. Verslunin leggur mikið upp úr gæðum og vinalegri þjónustu og þarna var að finna margar gersemar. Ég mun klárlega fylgjast með þessu merki í framtíðinni.

Ég mæli með þessum tveimur verslunum ef þið eruð á leiðinni til Boston og viljið sjá eitthvað annað en þetta vanalega (F21, Urban, HM, American Apparel). Ég gerði engu að síður góð kaup í öllum framangreindum verslunum - búðarráp í Bandaríkjunum stendur alltaf fyrir sínu.

ELLA

Ég er svo spennt fyrir kvöldinu - er svo heppin að eiga boðsmiða á tískusýningu fyrir vetrarlínuna hjá ELLU þar sem sumarlínan 2013 verður einnig formlega frumsýnd.

Sýningin er eingönu opin fyrir boðsgesti og lokuð fyrir öllum fjölmiðlum svo að það verður ekki leiðinlegt að vera einn af áhorfendunum.

Mér fannst sýningin frá ELLU mjög flott á síðasta RFF og hreifst sérstaklega af stóru rauðu leðurtöskunum úr fyrstu töskulínu ELLU.

Meira um sýninguna hér á ShoeJungle á morgun.

FOLDOVER

Hvað finnst fólki um þetta trend ? Foldover yfir hælinn, jafnt á hælum sem stígvélum.

   

      

Ég er ekki sannfærð - það er svo fallegt að sjá langa og flotta hæla undirstrika dressið.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er 80's tískan í allri sinni dýrð - þykkar legghífar sem voru togaðar lengst yfir hælinn.

                                  

Finnst þér líklegt að þú munir fjárfesta í foldover hælum ? Ég held að það sé best að segja sem minnst - ég man þegar ég lofaði sjálfri mér að fara aldrei í flatforms þegar ég varð vör við þá í tísku aftur fyrir tæpum tveimur árum. Núna á ég fleiri en eina og fleiri en tvenna : )

 

ÚTVÍÐUR HÆLL

Kim Kardashian var í mjög fallegum skóm þegar að Oprah Winfrey kíkti í heimsókn til Kardashian fjölskyldunnar nú á dögunum:

Skórnir eru úr haustlínu Céline, 2012.

Og þetta er ekki í eina skiptið sem Kardashian drottningin hefur sést í þessum skóm:

      

Ég skil ekki afhverju "útvíður" hæll hefur ekki náð almennilega inn fyrir landsteinana. Þetta er svo ótrúlega flott lögun á hæl og skemmtileg tilbreyting frá "venjulegu" hælunum. Ég fjárfesti í þó nokkrum svona pörum áður en ég flutti heim frá LA fyrir síðustu jól og fæ bara ekki nóg af þessum hæl. Ekki skemmir fyrir að þar sem hællinn er þykkur neðst þá eru skórnir mjög stöðugir og þægilegt að ganga á þeim. 

Ég lét mig lengi vel dreyma um þessa fallegu skó frá Jeffrey Campbell - svo lengi að ég missti af þeim og þeir urðu uppseldir:

      

Ef ykkur langar í fallega skó - ekki bíða of lengi með að festa kaup á þeim!

 

 

SÉÐ OG HEYRT

.... eru ekki örugglega allir búnir að kíkja í nýjasta Séð og Heyrt ?

P.s. splunknýtt innlit og nýir skór vikunnar - bara fyrir ykkur!

WHITNEY PORT

   

    

    

Life&Style tímaritið tók Whitney Port aldeilis í gegn í nýjasta tölublaði sínu og skellti henni í dálkinn "Even fashionista's make mistakes".

Tvískiptu buxurnar sem sjá má hér á efstu myndinni til vinstri féllu aldeilis ekki í kramið hjá dálkahöfundi sem vildi meina að dressið væri hrein hörmung fyrir neðan mitti. Þar verð ég að vera hjartanlega ósammála - buxurnar eru það sem gerir lúkkið skemmtilegt og eftirtektarvert. Það er alltaf gaman að sjá tískugúrúa eins og hana Whitney Port taka örlitlar áhættur í fatavali.

Whitney Port er líka enginn nýgræðingur þegar kemur að skófatnaði. Þegar mig vantar hugmyndir að nýjum skótrendum fletti ég í gegnum nýlegar myndir af skvísunni. Ökkla cuffs skórnir hér að ofan eru to-die-for!

BOSTON CALLING

Vinnan kallar og til Boston skal því halda í dag. 

Frítímanum verður eytt með S-unum mínum tveimur - sólinni og skóbúðunum.  

Verð virk á gramminu - @aglaf

 

Skór en ekki skór

Ég hrífst ekki síður af skóm sem fara ekki á fæturna. Í gegnum tíðina hafa margar gjafir til mín verið með sérstöku "skóívafi".

Á síðasta afmælisdegi völdu mamma og systir mín t.d. þennan sniðuga kökuspaða handa mér sem er í miklu uppáhaldi:

Þessi spaði fæst í Minju á Skólavörðustíg og Sirku á Akureyri. Sniðug gjöf fyrir hælaskvísur : )

BAROKK

Tískuunnendur hefðu sennilega ekkert á móti því að skreppa aftur til barokk tímabilsins sem stóð yfir á árunum 1600-1750. Tímabil mikilla skreytinga og hvers kyns dúllerís hvert sem litið var hvort sem það var fatnaður, byggingar, listaverk eða hárgreiðslur. Það eitt að líta inn í kirkjur frá barokk tímanum er eins og að líta inn í ævintýraheim - fallegar gyllingar og flæðandi blómamunstur í öllum hornum og hvert einasta smáatriði vel úthugsað.

Það er því mjög skemmtilegt að sjá þessi fallegu barokk munstur víða í haust tískunni.

    

        

Jessica Biel er klædd barokk stíl frá toppi til táar að hætti Dolce & Gabbana í myndatöku fyrir breska In Style blaðið.

        

Barokk tískan skilur skóna að sjálfsögðu ekki útundan og hér að neðan eru til að mynda skór úr smiðju Jeffrey Campbell, Alexander McQueen, Dolce & Gabbana ofl:

          

        

Ætli Bach hafi samið sinfoníurnar sínar í skóm svipuðum og silfurlituðu McQueen skónum hér að ofan ? Ég er viss um að ég gæti dregið eins og eina sinfóníu fram úr erminni ef ég kæmi höndunum yfir svipaða skó - hvílík fegurð.

 

GLÆRIR SKOR

I can see through you...

  

  

      

      

         

Sitt sýnist hverjum um þetta óvenjulega trend sem hefur farið um skóheiminn í sumar.

Glærir skór í bland við támjóaða litaða skó hafa einnig verið áberandi, fyrir þær sem hafa ekki viljað fara alla leið í glæra trendinu:

  

    

Það sem ég er hrifnust af eru glærir skór yfir fallega sokka eða sokkabuxur. Þetta er líka sniðug lausn fyrir þær sem langar að taka þátt í trendinu en vilja ekki sýna tásur eða "tásuskorur" eins og mér sjálfri er svo illa við.

  

Síða 18 af 20 síðum ‹ First  < 16 17 18 19 20 > 

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

@aglaf
#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook