GAGALAND

Síðastliðið föstudagskvöld snæddi ég dýrindis kvöldverð með vinnufélögunum á Vox á Nordica. Mikið gaman og enn meira hlegið - gott kvöld í alla staði. Þá hafði frétt þess efnis að Lady Gaga myndi mæta á sama hótel nokkrum dögum seinna eitthvað farið framhjá mér.

Drottningin átti að hafa lent á Reykjavíkurflugvelli kl 7 í kvöld og stigið þar út úr einkaþotu sinni á gegnvotan rauðan dregil sem starfsmenn Reykjavíkurflugvallar báru upp að vélinni. Nú vilja fjölmiðlar hinsvegar meina að Gaga hafi leikið á þá og að þetta hafi verið staðgengill söngkonunnar. Sé það rétt þá sannast það hér með að hún kann aldeilis á þennan bransa - helmingi meiri fjölmiðlaumfjöllun og landsmenn enn spenntari yfir því hvenær, hvernig og hvaðan daman mætir á klakann. Ætli hún komi á fljótandi ísjaka ?

Lady Gaga er einn af mestu skófrumkvöðlum undanfarinna ára. Fyrst um sinn var ég hálf hneyksluð á látalátunum í henni en ég féll á endanum fyrir þessari stórbrotnu og vægast sagt stórundarlegu manneskju.

  

  

    

Ég hef nokkrum sinnum staðhæft að ég muni aldrei ganga í hinum og þessum skóm en eftir að hafa margafsannað þær staðhæfingar er ég hætt að segja nokkuð þegar ég hneykslast á nýrri furðulegri tísku, sér í lagi tísku sem Gaga kemur af stað. Vá hvað mig verkjaði í tærnar þegar hún valsaði um í Alexander MqQueen Armadillo skónum í myndbandinu við Bad Romance. Þegar hún mætti svo í hællausu skónum á viðburð í New York í maí 2010 ólguðu netheimarnir og fólk hneykslaðist yfir þessum "forljótu" skóm sem ekki væri hægt að ganga á.

Það er því frekar fyndið að opna allar helstu skóvefverslanirnar í dag og þetta tekur á móti manni:

    

    

    

Sá hlær best sem síðast hlær smile

FENDI

Það vill oft verða þannig að þegar ég er heima hjá mér þá er sjónvarpið mitt stillt á Fashion TV - hvort sem einhver er að horfa eða ekki. Sérstaklega á svona skemmtilegum tímum í tískuheiminum, þegar að tískuvikurnar ryðja sér til rúms, hver á fætur annarri. Tískusýningar frá tískuvikunum rúlla nær allan sólarhringinn á Fashion TV þessa dagana og ég reyni því að zooma inn og skoða skóna sérstaklega vel.

Skórnir í sumarlínu Fendi fyrir 2013, sem eru unnir í samstarfi við Nicholas Kirkwood, eru gjörsamlega æðislegir. Myndirnar fyrir neðan eru teknar á tískuvikunni í Mílanó nú á dögunum.

  

  

      

    

Er það bara ég eða er pínu Kron Kron fílíngur á ferðinni hér ?

Michael Antonio

Michael Antonio Footwear Group er skófyrirtæki sem var stofnað árið 1985 í Los Angeles sem lítið fjölskyldufyrirtæki (hljómar þetta kunnuglega ?)

Ég fékk að heyra það í morgun frá stelpu sem vinnur með mér að það væri ekkert skrýtið að skóáráttan mín hefði náð hæstu hæðum í Los Angeles. Hún var sjálf að koma úr fríi þaðan og sá fallega skó á góðu verði hvert sem hún leit. Það er kannski ekkert skrýtið miðað við öll þessi stóru skófyrirtæki sem hafa sprottið upp í kringum þessa borg – Jeffrey Campbell, Michael Antonio, Chinese Laundry og fleiri.
Michael Antonio framleiðir virkilega fallega skó og má sjá nokkur dæmi hér að neðan en allir neðangreindir skór fast hjá Nasty Gal. Ég er gjörsamlega að missa mig yfir þessum þrískipta hæl - ótrúlega flottur!

  

  

  

  

Meira litaúrval og örlítið lægra verð má finna ef verslað er beint í gegnum Michael Antonio síðuna. Einnig hefur Shop Akira endrum og eins verið með skó frá Michael Antonio.

Forstjóri Michael Antonio Footwear Group er Michael Su en fyrirækið var stofnað af föður hans. Fyrirtækið notar marskonar skemmtilega tækni við vöruþróun og markaðssetningu og valdi t.d. 6 konur úr viðskiptavinahópi sínum til að vera talsmenn vörumerkisins. Fyrirtækið byrjaði á því að velja 12 konur á aldrinum 18-35 ára úr stórum hópi umsækjenda og leyfði viðskiptavinum sínum svo að velja þessar 6 dömur í gegnum kosningu á heimasíðu þeirra. Þessar konur eru t.d. nýttar í auglýsingar og lookbook á vegum fyrirtækisins. Skv. Michael er viðskiptavinahópur fyrirtækisins mjög breiður og samanstendur af konum með mismunandi laun, áhugamál, tískustefnu og lífsstíl. Því fannst þeim betra að fara þá leið að velja þessar 6 talskonur úr viðskiptavinahópnum frekar en að notast við módel sem hafa ekki eins raunveruleg tengsl við vöruna.

Það að nota raunverulega viðskiptavini til að markaðssetja vöruna finnst mér mjög frumlegt og frábært framtak. Dyggir viðskiptavinir þekkja vöruna svo sannarlega langbest og hafa ástríðu fyrir því að taka þátt í kynningu á henni.

Ég hlakka mjög til að eignast fyrsta Michael Antonio parið mitt til að sjá hvort þeir standist væntingar. Nasty Gal valdi klárlega flottustu skóna til að setja í sölu hjá sér og því mun valið standa á milli skóna hér að ofan. Valið verður erfitt en ég er strax búin að þrengja það niður í skó með þessum þrískipta hæl - þá stendur valið á milli þessara fjögurra sem eftir standa. Hvaða skó myndir þú velja ?

KARDASHIAN KRAZYNESS

Einn af fylgifiskunum við að búa í Bandaríkjunum eru stórgóðar líkur á því að sogast inn í reality TV heiminn. Bandarískar sjónvarpsstöðvar keppast við það að finna upp á nýjum raunveruleikaþáttum og þarna spretta þeir upp, hver öðrum klikkaðri. Mitt "guilty pleasure" er raunveruleikaþáttur Kardashian fjölskyldunnar - Keeping up with the Kardashians.

Fyrst og fremst hef ég gaman af því að fylgjast með fatavali þeirra systra og þá sérstaklega þeirrar elstu (Kourtney) sem er ein af þeim tískugúrúum sem ég hef einna mest gaman af að fylgjast með.

    

  

    

    

Hér fyrir neðan má sjá myndir af mér á spjalli við Kardashian systurnar Khloe og Kourtney í The Grove mollinu rétt fyrir jólin í fyrra. Ég átti dágott spjall við þær, sérstaklega við Kourtney sem sagði mér allt um það hvaðan hún sækir sér innblástur í klæðnaði.

   

Kourtney er mjög smart dama að mínu mati. Hún líka veigrar sér ekkert við að versla í ódýru búðunum eins og HM og F21 jafnt sem merkjabúðunum þrátt fyrir að vera moldrík. Hún heldur reglulega uppboð á Ebay á fötunum sínum og lætur ágóðann renna til góðgermála og þar má finna föt á öllum verðskalanum. Hún hefur sérstakt dálæti á HM og hefur oft nefnt það í bloggunum sínum.

Ég hef saknað "style" blogganna hennar síðasta árið þar sem hún ól sitt annað barn í júlí og hefur ekki verið eins iðinn við skrifin. Hún kynnti þó nýtt útlit á blogginu sínu núna nýlega og þýðir það sennilega að hún muni halda áfram þar sem frá var horfið smile

NÝTT Á SÍÐUNNI

Splunkunýtt innlit og skór vikunnar! 

Fullt af nýjum og gómsætum bloggum sem bíða birtingar, það myndaðist smá blogg-biðröð um helgina þar sem að ég fékk helgarheimsókn frá einni vel valdri.

Þegar maður á mömmu sem býr hinumegin á landinu þá verða þessar helgarheimsóknir ansi dýrmætar.

Vefstjórinn vildi svo tilkynna ykkur að verið sé að vinna að umbótum á flettingarkerfinu á síðunni. Í millitíðinni er hægt að skoða gamalt efni með því að kíkja í fréttasafn hér til hægri. Vona að þetta valdi ekki miklum óþægindum smile

 

Hey, I just met you

"...and this is crazy!" - er sennilega það sem ég hefði sagt ef ég hefði hitt Carly Rae Jepsen í múnderingunni sem hún var í hjá Chelsea Lately í síðustu viku. Carly mætti í skóm í fríkaðri kantinum úr smiðju United Nude. Skórnir eru skemmtilegir en ég var samt hrifnari af skóm þáttastjórnandans - nú væri gaman að vita hvaðan þeir eru.

    

Ég er ekkert sérstaklega hrifin af tónlistinni frá fröken Jepsen (ólíkt vinkonum mínum) en ég er hinsvegar hrifin af því hvernig hún fer sínar eigin leiðir í fatavali. Daman er því miður ekki alltaf smart en skemmtileg er hún!

    

   

    

Carly er ekkert að stressa sig á því að skipta úr strigaskónum yfir í hælana þegar hún mætir á rauða dregillinn. Söngfuglinn er greinilega mjög hrifin af HOMG platform strigaskónum frá JC eins og ég því hún hefur sést a.m.k. þrisvar í þeim á Hollywood viðburðum.

Hey, ef það er JC þá er það við hæfi á rauða dreglinum, hvort sem það eru strigaskór eða ekki - eða hvað ?

Síðustu dagar í myndum

Tískusýning Ellu í Ölgerðinni þann 20. september með nokkrum vel völdum skvísum (myndir fengnar að láni frá Vísi og MBL)

Tískusýning var æðisleg og það voru tvö dress sem stóðu upp úr hjá mér; ljósgulur og kvenlegur samfestingur ásamt svörtum kjól í anda fjórða áratugsins, laus í sniðinu og opinn í bakið. Sýningin var það vel sótt að það þurfti að loka húsinu rétt fyrir sýningu og vísa síðustu gestunum frá. Það var því ekki leiðinlegt að fá símtal í gær frá Elínrósu sjálfri þar sem hún vildi athuga hvort við hefðum ekki örugglega komist inn á sýninguna.

Skírn á haustdögunum

Ég var eina manneskjan sem mætti nær svartklædd í skírn um daginn, ég þarf eitthvað að endurskoða litavalið á svona tyllidögum. Tékkið á hálsmeninu, hægt að snúa því á báða vegu, annarsvegar með keðjuna niður á bringu eða bak, virkilega sniðugt. Skórnir eru frá Wild Pair sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, þið munuð sjá fleiri Wild Pair skópör í næstu innlitum. Þetta eru í raun pinnahælar með útvíðum hæl, ótrúlega sætir.

Síðustu sumardressin

Vinkonur mínar urðu ekki eldri þegar ég fjárfesti í gegnsæum útvíðum netabuxum í fyrra.. ég lofaði þeim því að þær kæmu vel út, dæmi nú hver fyrir sig. Mér finnst þær sjúkar yfir litaðar sokkabuxur. Á þessum myndum má líka sjá mig nota síðustu sumardagana í léttan klæðnað, nú tekur vetur konungur við með þykkum sokkabuxum og stórum og góðum peysum og kápum. Maðuf hefur fengið smjörþefinn af því síðustu daga (brrrr).

Þarna sést líka glitta í Vercace/HM gammósíurnar mínar... ungar stúlkur tjölduðu í nokkra daga fyrir utan HM í LA áður en Vercace línan var frumsýnd og allar flíkur kláruðust á fyrstu mínútunum. Ég mætti silkislök seinna sama dag og krækti mér í þessar leggings sem einhver dama hafði skilað 5 mínútum fyrr og viti menn - mín stærð og ein af fáum flíkum sem mig langaði í úr línunni. Endrum og eins dettur maður í lukkupottinn smile

LITA GRAD

Haustið 2010 settist ég að í Los Angeles til að leggja stund á framhaldsnám í verkfræði. Fljótlega eftir komuna þangað fór ég að fylgjast með skónum frá Jeffrey Campbell eftir að ég rakst á þá í búðarglugga þegar ég var á röltinu á lítilli göngugötu við Santa Monica ströndina.

Jeffrey Campbell var stofnað árið 2000 í Los Angeles og  var í upphafi lítið fjölskyldurekið fyrirtæki. Það þarf vart að taka það fram að Jeffrey Campbell merkið er í dag orðið eitt af vinsælustu skómerkjum í heimi og eru þeir þekktir fyrir að sameina gæði, þægindi og gott verð. Það sem mér finnst líka skemmtilegt við JC er að eigendurnir eru mjög vandlátir á dreifingaraðila og því sérðu þessa skó ekki í hvaða búð sem er (t.a.m. búa 40 milljónir í Kaliforníufylki en þar eru einungis 18 retail aðilar sem selja JC skó). Ef þú fílar merkið þarftu því að hafa örlítið fyrir því að finna búð sem selur þá og oftar en ekki eru það litlar rótgrónar búðir.  Hinsvegar má finna skóna víða í netverslunum.

Mitt fyrsta Jeffrey Campbell skópar var JC Lita, ólýsanlega þægilegir skór sem því miður eru fórnarlamb hönnunarstuldar á alvarlegu stigi. Nú er ég ekki að segja að ég versli aldrei eftirlíkingar – það eru ekki margar stelpur sem hafa efni á því að kaupa alltaf original skó. En ég átta mig ekki alveg á þessari eftirlíkinga sprengju sem kom eftir að JC Lita urðu vinsælir. Ég er svolítið þannig að mér finnst leiðinlegt að eiga eins föt/skó og margir aðrir og því hafa Lita skórnir mínir ekki verið í mikilli notkun undanfarið því mér finnst hálf leiðinlegt hvernig þeir hverfa í þennan ólgusjó Lita eftirlíkinganna.

Mér finnst nýjasta Lita útgáfan að vísu svolítið skemmtileg. Það er í raun búið að yfirfæra "Ombre" æðið yfir á Lita hælana:

 

Hér kemur glæra trendið líka svolítið við sögu eins og ég bloggaði um nýlega.

  

Það líður sennilega ekki á löngu þar til eftirlíkingar af þessari útgáfu spretta upp útum allan heim. 

EMMYS TÍSKAN

Tískan á rauða dreglinum á Emmy verðlaunahátíðinni í gærkvöldi kom skemmtilega á óvart. E! sjónvarpsstöðin tók upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að vera með „stilleto cam“ og „mani cam“ þar sem áhorfendum gafst færi á að sjá skótískuna og skartið á rauða dreglinum í nærmynd. Þetta eru mikil viðbrigða fyrir skóunnendur – ég næ aldrei að sjá skóna á þessum viðburðum nægilega vel enda eru þeir oft faldir undir skósíðum galakjólum.

Það sem bar helst á góma á rauða dreglinum í gær voru háar klaufar, tjull, glimmer og pallíettur, blúndur, blómamunstur og litagleði. Það kom mér í raun ótrúlega á óvart hvað það var margt skemmtilegt í gangi. Og eins þreytt og ég er orðin á high-low pilsatískunni þá voru dömurnar á Emmy‘s með skemmtilegan snúning á því trendi – lágt high low, í raun það lágt að það sást bara rétt glitta í skóna. Eitthvað sem ég er að sjálfsögðu mjög hrifin af - skósýning er aldrei af hinu slæma!

Þá kom mér einnig á óvart hversu margir af þessum fínu gala kjólum voru með vösum á - og sjörnurnar pósuðu hver af annarri með hendur í vösum.

  

Þeir litir sem voru hvað mest áberandi voru sæblár, gulur, ljósgrár og liturinn sem verður sennilega hvað mest ofnotaður í haust – sá vínrauði wink

  

  

Hér koma svo nokkur vel valin outfit frá kvöldinu:

  

Emily Vancamp var ekki í hefndarhug í gær (ef þið eruð ekki byrjuð að horfa á Revenge þá eigið þið aldeilis mikla skemmtum framundan) en var aftur á móti stórglæsileg í þessum æðislega J. Mendel kjól. Ginnifer Goodwin var í fallegum barokk-inspired kjól frá Monique Lhuillier og í támjóum glærum Louis Vuitton hælum - en ekki hvað.

  

Þrátt fyrir mikla litagleði á rauða dreglinum voru svartklæddu dömurnar ekkert síðri. Hér eru þær Eddie Falco og January Jones í mjög svo ólíkum en flottum kjólum. Ég varð að smella inn þessari mynd af Eddie Falco þar sem mig er búið að dreyma um svona fallegt metal belti síðan í byrjun mars.

  

Hér eru svo Hayden Panettiere í kjól frá Marchesa og Emilia Clarke í mínum uppáhalds kjól frá kvöldinu - hvítum drop dead gorgeus Chanel kjól úr vorlínunni 2013. Hvíti liturinn, barokk munstrið og sniðið á pilsinu eru fullkomin blanda að mínu mati.

Það sem var mest áberandi í skótísku kvöldsins voru támjóir nonplatform skór, metal skór og skór með ökkla "cuffs". Það sem kom mér í raun mest á óvart var óvenju hátt hlutfall af metal skóm.. önnur hver daman var í metal lituðum hælum. Það vidi meira að segja svo til að Jena Malone og Maria Menonuos mættu í sömu metal cuff skónum úr 2012 haustlínu Casadei.

  

Æðislega skemmtileg tíska á rauða dreglinum á Emmy's í ár. Ég vona svo sannarlega að næsta verðlaunahátíð skarti jafn mikilli litadýrð og fjölbreytni!

EMMY’S

Fyrir nákvæmlega 2 árum vorum ég og minn maður stödd fyrir utan Nokia Theatre í Los Angeles, búin að svindla okkur í gegnum allar lokaðar götur og security check og komin alveg upp að rauða dreglinum fyrir utan The Emmy's. Þar fylgdumst við með fína og fræga fólkinu streyma að í svörtum glæsikerrum.

  

  

Í kvöld verður það sama uppi á teningnum - nema í þetta sinn fylgjumst við með úr fjarlægð, í gegnum sjónvarpsskjá. Fyrir þá sem eru með E! þá hefst LIVE útsending frá rauða dreglinum á Emmy's kl: 22 í kvöld. Ég mun sitja límd við skjáinn að horfa á alla fínu kjólana og skóna. Vona innilega að stjörnurnar taki smá áhættur í skóvali, skótískan á svona viðburðum vill oft verða ansi dull.

Tölum saman um útkomuna á morgun smile Góða skemmtun fyrir ykkur sem ætlið að horfa!

Síða 17 af 20 síðum ‹ First  < 15 16 17 18 19 >  Last ›

Frumskógareigandi

Síðueigandi er menntaður rekstrarverkfræðingur, fæddur skóunnandi og stoltur eigandi 200 skópara.

Speki

"Good shoes take you good places"
-Seo Min Hyun

Instagram

@aglaf
#shoejungleis

ShoeJungle mælir með

Facebook